Hreindýraleiðsögumaður sýknaður í Héraðsdómi Austurlands 12. september 2006 22:07 Mynd/BB Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Hreindýraleiðsögumaðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið fjórhjóli utan vega til að ná í hreindýrstarf sem hann felldi í júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði farið í félagið við annan mann á veiðar og fellt tarf sem var 140 kíló. Mennirnir töldu ógerlegt að flytja svo stóran tarf án þess að hluta hann niður og notast við fjórhjól hluta leiðarinnar sem þeir og gerðu. Hreindýraveiðar eru öllu jafnan stundaðar utan alfaraleiðar og því þurfa veiðimenn oft að fara langan veg með bráð sína. Mikilvægt er að kjötið sé sett í kælingu eins fljótt og auðið er svo gæði þess minnki ekki. Því skiptir máli að komast sem fyrst með bráðina af fjalli. Dómurinn féllst á þau rök leiðsögumannsins að fjórhjólið hafi ekki verið notað við veiðar, heldur eftir að þeim lauk. Því hafi hann ekki brotið lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þegar hann flutti bráð sína til byggða á fjórhjóli, því í lögunum er ekkert tekið fram um það, að undir hugtakið veiðar skuli einnig falla sú háttsemi að sækja fellda bráð og flytja hana til byggða. Af dómnum má því ætla að hreindýraveiðimönnum sé framvegis heimilt að nota fjórhjól til að ferja bráð sína til byggða, nema til lagabreytinga komi. Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Hreindýraleiðsögumaðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið fjórhjóli utan vega til að ná í hreindýrstarf sem hann felldi í júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði farið í félagið við annan mann á veiðar og fellt tarf sem var 140 kíló. Mennirnir töldu ógerlegt að flytja svo stóran tarf án þess að hluta hann niður og notast við fjórhjól hluta leiðarinnar sem þeir og gerðu. Hreindýraveiðar eru öllu jafnan stundaðar utan alfaraleiðar og því þurfa veiðimenn oft að fara langan veg með bráð sína. Mikilvægt er að kjötið sé sett í kælingu eins fljótt og auðið er svo gæði þess minnki ekki. Því skiptir máli að komast sem fyrst með bráðina af fjalli. Dómurinn féllst á þau rök leiðsögumannsins að fjórhjólið hafi ekki verið notað við veiðar, heldur eftir að þeim lauk. Því hafi hann ekki brotið lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þegar hann flutti bráð sína til byggða á fjórhjóli, því í lögunum er ekkert tekið fram um það, að undir hugtakið veiðar skuli einnig falla sú háttsemi að sækja fellda bráð og flytja hana til byggða. Af dómnum má því ætla að hreindýraveiðimönnum sé framvegis heimilt að nota fjórhjól til að ferja bráð sína til byggða, nema til lagabreytinga komi.
Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira