Kannað hvort vegabréf hafi verið ógilt 24. ágúst 2006 12:02 Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Það var klukkan fjögur í fyrri nótt sem Abraham lenti á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv en hann var kominn til Ísraels til að heimsækja veikan föður sinn og aðra í fjölskyldunni. Abraham, sem áður hét Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í viðtali á fréttavakt NFS í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum, ef til vill að þurfa að svara spurningum í eina til tvær klukkustundir. Hann hafi áður ferðast til Ísraels með sama vegabréfið árið 2004 og þá hafi ferð hans gengið greiðlega. Í gær hafi hann verði færður í herbergi á flugvellinum og fengið að sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver ástæðan væri. Eftir það hafi yfirvöld sagst ætla að aka honum á hótel en þess í stað hafi honum verið ekið á lögreglustöð þar sem hann hafi verið læstur inni. Þar hafi hann svo seti í um sjö klukkustundir. Sími hans hafi verið gerður upptækur og annað sem hann var með. Hann hafi ekki fengi neitt, utan einn kaffibolla, allan þann tíma sem hann var í haldi. Abraham segist aðeins hafa náð sambandi við vin sinn og bróður en ekki hitt neinn úr fjölskyldu sinni, ekki einu sinni fengið að hitta veikan föður. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Yfirvöld í Ísrael stimpluðu í vegabréf Abrahams og íslenska utanríkisráðuneytið kannar nú hvort í því hafi falist ógilding. Fréttir Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Það var klukkan fjögur í fyrri nótt sem Abraham lenti á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv en hann var kominn til Ísraels til að heimsækja veikan föður sinn og aðra í fjölskyldunni. Abraham, sem áður hét Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í viðtali á fréttavakt NFS í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum, ef til vill að þurfa að svara spurningum í eina til tvær klukkustundir. Hann hafi áður ferðast til Ísraels með sama vegabréfið árið 2004 og þá hafi ferð hans gengið greiðlega. Í gær hafi hann verði færður í herbergi á flugvellinum og fengið að sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver ástæðan væri. Eftir það hafi yfirvöld sagst ætla að aka honum á hótel en þess í stað hafi honum verið ekið á lögreglustöð þar sem hann hafi verið læstur inni. Þar hafi hann svo seti í um sjö klukkustundir. Sími hans hafi verið gerður upptækur og annað sem hann var með. Hann hafi ekki fengi neitt, utan einn kaffibolla, allan þann tíma sem hann var í haldi. Abraham segist aðeins hafa náð sambandi við vin sinn og bróður en ekki hitt neinn úr fjölskyldu sinni, ekki einu sinni fengið að hitta veikan föður. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Yfirvöld í Ísrael stimpluðu í vegabréf Abrahams og íslenska utanríkisráðuneytið kannar nú hvort í því hafi falist ógilding.
Fréttir Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira