Réttarhöldin yfir John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey fyrir tíu árum hófust í Colorado í Bandaríkjunum í gær.
Karr sneri aftur til Bandaríkjanna af fúsum og frjálsum vilja í fylgd lögreglu fyrir nokkru eftir að hafa verið handtekinn í Tælandi. Karr sýndi engin viðbrögð við yfirheyrslurnar en hann er ákærður fyrir morð, mannrán og kynferðisafbrot gegn fegurðardrottningunni barnungu. Lögfræðingur Karrs lýsti honum sem gáfuðum en miskildum manni.