Fótbolti

Ballack viss um gott samband við Lampard

Michael Ballack, nýi miðjumaðurinn í stjörnum prýddu liði Chelsea á komandi leiktíð er viss um að hann og Frank Lampard eigi eftir að ná vel saman á miðjunni hjá Chelsea í vetur.

Margir hafa efast um að það henti leikmönnunum tveimur að spila saman á miðjunni þar sem þeir séu svo líkir leikmenn. Ballack segist vera tilbúinn að spila sem dýpri miðjumaður til að leyfa Lampard að njóta sín í hlutverki sínu framar á vellinum.

Ef þessir tveir leikmenn verða saman á miðjunni hjá Chelsea í vetur þá verður miðjan ekkert slor sóknarlega séð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×