Fótbolti

Hörður skoraði tvö mörk gegn Brøndby

Hörður fagnar hér marki í leiknum í dag.
MYND/www.bt.dk/sport
Hörður fagnar hér marki í leiknum í dag. MYND/www.bt.dk/sport

Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson hefur heldur betur stimplað sig inn í danska fótboltann en hann skoraði bæði mörk Silkeborg í 2-0 sigri á danska stórveldinu Brøndby í dag. Mörkin komu bæði í fyrri hálfleik, á tólftu og 45. mínútu. Valsarinn Bjarni Ólafur Eiríksson leikur einnig með liðinu.

Hörður hefur nú leikið tvo leiki með Silkeborg og skorað í þeim samtals fjögur mörk. Þess má geta að þjálfari Brøndby er gamla þjóðhetjan Michael Laudrup og gekk hann hundsvekktur af velli í leikslok eins og sjá má á myndum í dönskum fjölmiðlum nú síðdegis.

"Þetta er frábært. Að skora tvö mörk á móti Brøndby er alveg frábært." sagði Hörður við danska blaðið BT eftir leikinn.

Silkeborg er í 7. sæti deildarinnar með 26 stig en Brøndby er næst efst með 48 stig, einu stigi á eftir toppliði FC København.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×