Öryrki eftir störf á sjúkrahúsi 9. mars 2006 21:53 MYND/Pjetur Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. Hún segir ekki nóg gert til að vernda starfsfólk á spítalanum. Landspítalinn háskólasjúkrahús verður að greiða Hildi tæpar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir heilsutjón sem hún varð fyrir meðan hún vann á speglunardeild sjúkrahússins, fyrst á Landakoti og síðan í Fossvogi. Hún og samstarfsfólk hennar vann þá með glútaldehýð sem Héraðsdómi Reykjavíkur þykir sýnt að hafi skaðað öndunarfæri Hildar og valdið veikindum fleiri starfsmanna. "Við vorum með alla vega einkenni sem við röktum til þessa efnis, glútaldrhýðs, sem er þurrkur í munni og augum, smávægileg einkenni," segir Hildur um sig og samstarfsfólk sitt. "Það er ekki fyrr en ég fer á ráðstefnu til Englands haustið 1997 að ég heyri nákvæmlega mínu sjúkdómstilfelli líst í fyrirlestri þar sem það rennur upp fyrir mér að öll þessi einkenni stafa af þessu efni." Í dómnum segir að ljóst hafi verið að glútaldehýð gæti verið hættulegt heilsu fólks og að yfirmenn á spítalanum hafi ekki kynnt starfsfólki hættuna og rétta meðferð efnisins nægilega vel. Þá hafi loftræsting verið ófullnægjandi. "Það fóru fram bréfaskipti og mörg samtöl, veit ég eftir að ég hætti og fram á þennan dag í dag, og það hefur ekki verið, því miður, brugðist nógu vel við," segir Hildur. Hildur hóf störf á Landskotsspítala 1988 og fluttist síðar á Borgarspítalann. Þar varð hún að hætta störfum á sinni deild 1997 og fluttist þá í önnur störf. Síðustu tvö árin hefur hún hins vegar ekkert getað unnið vegna veikinda sinna og er metin með fimmtán prósenta varanlega örorku. Dómsmál Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. Hún segir ekki nóg gert til að vernda starfsfólk á spítalanum. Landspítalinn háskólasjúkrahús verður að greiða Hildi tæpar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir heilsutjón sem hún varð fyrir meðan hún vann á speglunardeild sjúkrahússins, fyrst á Landakoti og síðan í Fossvogi. Hún og samstarfsfólk hennar vann þá með glútaldehýð sem Héraðsdómi Reykjavíkur þykir sýnt að hafi skaðað öndunarfæri Hildar og valdið veikindum fleiri starfsmanna. "Við vorum með alla vega einkenni sem við röktum til þessa efnis, glútaldrhýðs, sem er þurrkur í munni og augum, smávægileg einkenni," segir Hildur um sig og samstarfsfólk sitt. "Það er ekki fyrr en ég fer á ráðstefnu til Englands haustið 1997 að ég heyri nákvæmlega mínu sjúkdómstilfelli líst í fyrirlestri þar sem það rennur upp fyrir mér að öll þessi einkenni stafa af þessu efni." Í dómnum segir að ljóst hafi verið að glútaldehýð gæti verið hættulegt heilsu fólks og að yfirmenn á spítalanum hafi ekki kynnt starfsfólki hættuna og rétta meðferð efnisins nægilega vel. Þá hafi loftræsting verið ófullnægjandi. "Það fóru fram bréfaskipti og mörg samtöl, veit ég eftir að ég hætti og fram á þennan dag í dag, og það hefur ekki verið, því miður, brugðist nógu vel við," segir Hildur. Hildur hóf störf á Landskotsspítala 1988 og fluttist síðar á Borgarspítalann. Þar varð hún að hætta störfum á sinni deild 1997 og fluttist þá í önnur störf. Síðustu tvö árin hefur hún hins vegar ekkert getað unnið vegna veikinda sinna og er metin með fimmtán prósenta varanlega örorku.
Dómsmál Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira