Innlent

Ákvörðun um nýja ákæru í Baugsmálinu á næstu tveimur vikum

MYND/E.Ól

Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hyggst ákveða á næstu tveimur vikum hvort ákæra verður gefin út að nýju á hendur sakborningum fyrir þá þrjátíu og tvo ákæruliði sem vísað var frá Hæstarétti. Sigurður segist vera að fara yfir málið lið fyrir lið og hugsanlegt sé að hann gefi út ákæru vegna hluta ákæruliðanna. Sigurður segir að annaðhvort verði gefin út ný ákæra eða yfirlýsing um að ekki verði ákært aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×