Mikill missir vegna lítils penings 2. mars 2006 12:30 Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.Þingmenn furðuðu sig á því að kjaradeila ljósmæðra við heilbrigðisráðuneytið hefði gengið svo langt, sérstaklega í ljósi þess hversu lítið bæri í milli."Ef farið væri eftir ítrustu kröfum ljósmæðra myndi það valda fimmtán milljóna króna viðbótarkostnaði á ári fyrir ríkissjóð," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þetta er ekki neitt, neitt til að bregðast við."Heilbrigðisráðherra sagði að samkvæmt sínum upplýsingum hefði heldur þokast í samkomulagsátt. "Hér er ekki um að ræða neinar tiltakanlega háar upphæðir," sagði hann. "Þetta er ekki stór hópur en við erum að ræða prósentuhækkanir og viðmiðanir við viðmiðunarstéttir. Það er það sem stendur á í þessu máli."Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við samningagerð mættu stjórnvöld hafa í huga að talsverður sparnaður hefði þegar skilað sér í heilbrigðiskerfið og ríkissjóð vegna heimaþjónustunnar. "Það er búið að nýta þetta húsnæði og mannskap í aðra starfsemi þannig að ríkið er að spara óhemju fé á þessu."Fleiri þingmenn höfðu áhyggjur af stöðu mála. "Hvernig má það vera, frú forseti, að það er teflt á tæpasta vað í þessari þjónustu," spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir. "Hvernig má það vera að hún er látin niður falla sólarhringum saman og að sé í raun ekki ljóst hvenær hún verður tekin upp aftur." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.Þingmenn furðuðu sig á því að kjaradeila ljósmæðra við heilbrigðisráðuneytið hefði gengið svo langt, sérstaklega í ljósi þess hversu lítið bæri í milli."Ef farið væri eftir ítrustu kröfum ljósmæðra myndi það valda fimmtán milljóna króna viðbótarkostnaði á ári fyrir ríkissjóð," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þetta er ekki neitt, neitt til að bregðast við."Heilbrigðisráðherra sagði að samkvæmt sínum upplýsingum hefði heldur þokast í samkomulagsátt. "Hér er ekki um að ræða neinar tiltakanlega háar upphæðir," sagði hann. "Þetta er ekki stór hópur en við erum að ræða prósentuhækkanir og viðmiðanir við viðmiðunarstéttir. Það er það sem stendur á í þessu máli."Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við samningagerð mættu stjórnvöld hafa í huga að talsverður sparnaður hefði þegar skilað sér í heilbrigðiskerfið og ríkissjóð vegna heimaþjónustunnar. "Það er búið að nýta þetta húsnæði og mannskap í aðra starfsemi þannig að ríkið er að spara óhemju fé á þessu."Fleiri þingmenn höfðu áhyggjur af stöðu mála. "Hvernig má það vera, frú forseti, að það er teflt á tæpasta vað í þessari þjónustu," spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir. "Hvernig má það vera að hún er látin niður falla sólarhringum saman og að sé í raun ekki ljóst hvenær hún verður tekin upp aftur."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira