Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin 30. ágúst 2006 00:01 Sölvi Geir Ottesen Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. En fyrsti leikur Sölva var skrautlegur í meira lagi þar sem flauta þurfti leikinn af eftir 55 mínútna leik. "Þarna trylltust stuðningsmenn Hammarby eftir að við höfðum pakkað þeim saman í fyrri hálfleik," sagði Sölvi við Fréttablaðið en staðan í leiknum var þá orðin 3-0 fyrir Djurgården. "Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég er í byrjunarliðinu en í fyrsta sinn á þessu tímabili. Ég hef reyndar verið nánast alltaf meiddur síðan ég kom til félagsins og hef aldrei náð að koma mér í almennilegt form nema í smá tíma í fyrra þegar ég náði að vinna mér sæti í landsliðinu. En þá gekk liðinu svo vel að það var erfitt að ætla að breyta því eitthvað." Sölvi hafði fyrir leikinn spilað einn og hálfan leik með varaliði félagsins en hann fékk tækifæri í aðalliðinu þar sem einn miðvörður liðsins reif nýverið liðþófa. "Það opnaði pláss fyrir mig í liðinu og býst ég ekki við öðru en ég haldi mínu sæti í einhvern tíma. Það var gott að halda hreinu í leiknum og mjög gott að ná að skora þrisvar í leiknum því okkur hefur ekki gengið vel í sumar. Ég kem svo núna heim og spila með U-21 landsliðinu. Þetta er því allt að byrja að rúlla hjá mér á nýjan leik." Sölvi segir að þrátt fyrir meiðslin hafi hann aldrei hugleitt að koma aftur heim. "Maður fer þó ósjálfrátt að hugsa hvort maður verði einn af þessum leikmönnum sem eru alltaf meiddir. En nú fær maður tækifæri til að reyna að ná sínum markmiðum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. En fyrsti leikur Sölva var skrautlegur í meira lagi þar sem flauta þurfti leikinn af eftir 55 mínútna leik. "Þarna trylltust stuðningsmenn Hammarby eftir að við höfðum pakkað þeim saman í fyrri hálfleik," sagði Sölvi við Fréttablaðið en staðan í leiknum var þá orðin 3-0 fyrir Djurgården. "Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég er í byrjunarliðinu en í fyrsta sinn á þessu tímabili. Ég hef reyndar verið nánast alltaf meiddur síðan ég kom til félagsins og hef aldrei náð að koma mér í almennilegt form nema í smá tíma í fyrra þegar ég náði að vinna mér sæti í landsliðinu. En þá gekk liðinu svo vel að það var erfitt að ætla að breyta því eitthvað." Sölvi hafði fyrir leikinn spilað einn og hálfan leik með varaliði félagsins en hann fékk tækifæri í aðalliðinu þar sem einn miðvörður liðsins reif nýverið liðþófa. "Það opnaði pláss fyrir mig í liðinu og býst ég ekki við öðru en ég haldi mínu sæti í einhvern tíma. Það var gott að halda hreinu í leiknum og mjög gott að ná að skora þrisvar í leiknum því okkur hefur ekki gengið vel í sumar. Ég kem svo núna heim og spila með U-21 landsliðinu. Þetta er því allt að byrja að rúlla hjá mér á nýjan leik." Sölvi segir að þrátt fyrir meiðslin hafi hann aldrei hugleitt að koma aftur heim. "Maður fer þó ósjálfrátt að hugsa hvort maður verði einn af þessum leikmönnum sem eru alltaf meiddir. En nú fær maður tækifæri til að reyna að ná sínum markmiðum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira