Valgerður segir Samfylkinguna vera að losa sig frá ábyrgð 30. ágúst 2006 18:12 Mynd/Gunnar V. Andrésson Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Greinagerð Gríms og meðhöndlun hennar er meðal þess sem er til umræðu á fundi iðnaðarnefndar í dag. Iðnaðarnefnd fundar nú um málefni Kárahnjúka og hafði minnihlutinn í nefndinni farið fram á það við formanninn að Valgerður yrði boðuð á fundinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Valgerður er á fundinum en hún hefur verið harkalega gagnrýnd að undanförnu fyrir að leyna athugasemdum Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings fyrir Alþingi. Athugasemdirnar samdi Grímur þegar hann lá heima veikur í febrúar 2002. Hann sendi síðan Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra athugasemdirnar sem fljótlega hafði samband við Landsvirkjun vegna þeirra. Skömmu síðar var haldinn fundur hjá Landsvirkjun þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar fóru yfir athugasemdir Gríms og svöruðu þeim. Athugasemdirnar og svör sérfræðinganna voru ekki send til Valgerðar Sverrisdóttur til umfjöllunar fyrr en síðar en fundað var um málið innan iðnaðarráðuneytisins. Í pistli á heimasíðu sinni, Valgerdur.is staðfestir Valgerður þetta. Orðrétt segir Valgerður: Mér finnst það hins vegar ekki skipta höfuðmáli í þessu samhengi þar sem ég var iðnaðarráðherra á þessum tíma og skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem því embætti fylgir. Auk þess er ég algjörlega þeirrar skoðunar að meðferð málsins hafi verið rétt og að mat embættismanna og sérfræðinga á athugasemdunum hafi verið eðlilegt og sanngjarnt. Valgerður segir stjórnarandstöðuna standa að því upphlaupi sem einkennt hefur umræðuna síðustu daga og spyr hvernig á því standi þar sem athugasemdir Gríms hafi verið upp á borðinu í rúm þrjú ár. Hún segir formann vinstri grænna augljóslega hafa metið málið svo á sínum tíma að málsmeðferð þess hafi ekki verið óeðlileg enda hafi hann ekki séð ástæðu til að ræða það fyrr. Þá gagnrýnir hún Samfylkinguna fyrir að hafa ekki tekið málið til efnislegrar umræðu á Alþingi þar sem þeir hafi haft athugasemdir Gríms undir höndum í tæp fjögur ár. Að lokum segir Valgerður að Samfylkingin sé búin að vera að bíða eftir tækifæri til þess að losa sig frá ábyrgð málsins, þrátt fyrir að meirihluti þingflokksins hafi stutt frumvarpið á sínum tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Greinagerð Gríms og meðhöndlun hennar er meðal þess sem er til umræðu á fundi iðnaðarnefndar í dag. Iðnaðarnefnd fundar nú um málefni Kárahnjúka og hafði minnihlutinn í nefndinni farið fram á það við formanninn að Valgerður yrði boðuð á fundinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Valgerður er á fundinum en hún hefur verið harkalega gagnrýnd að undanförnu fyrir að leyna athugasemdum Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings fyrir Alþingi. Athugasemdirnar samdi Grímur þegar hann lá heima veikur í febrúar 2002. Hann sendi síðan Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra athugasemdirnar sem fljótlega hafði samband við Landsvirkjun vegna þeirra. Skömmu síðar var haldinn fundur hjá Landsvirkjun þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar fóru yfir athugasemdir Gríms og svöruðu þeim. Athugasemdirnar og svör sérfræðinganna voru ekki send til Valgerðar Sverrisdóttur til umfjöllunar fyrr en síðar en fundað var um málið innan iðnaðarráðuneytisins. Í pistli á heimasíðu sinni, Valgerdur.is staðfestir Valgerður þetta. Orðrétt segir Valgerður: Mér finnst það hins vegar ekki skipta höfuðmáli í þessu samhengi þar sem ég var iðnaðarráðherra á þessum tíma og skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem því embætti fylgir. Auk þess er ég algjörlega þeirrar skoðunar að meðferð málsins hafi verið rétt og að mat embættismanna og sérfræðinga á athugasemdunum hafi verið eðlilegt og sanngjarnt. Valgerður segir stjórnarandstöðuna standa að því upphlaupi sem einkennt hefur umræðuna síðustu daga og spyr hvernig á því standi þar sem athugasemdir Gríms hafi verið upp á borðinu í rúm þrjú ár. Hún segir formann vinstri grænna augljóslega hafa metið málið svo á sínum tíma að málsmeðferð þess hafi ekki verið óeðlileg enda hafi hann ekki séð ástæðu til að ræða það fyrr. Þá gagnrýnir hún Samfylkinguna fyrir að hafa ekki tekið málið til efnislegrar umræðu á Alþingi þar sem þeir hafi haft athugasemdir Gríms undir höndum í tæp fjögur ár. Að lokum segir Valgerður að Samfylkingin sé búin að vera að bíða eftir tækifæri til þess að losa sig frá ábyrgð málsins, þrátt fyrir að meirihluti þingflokksins hafi stutt frumvarpið á sínum tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira