Vafasöm fjársöfnun í nafni fátækra 1. nóvember 2006 06:15 Hörður Jóhannesson Aðstoðar-yfirlögregluþjónninn í Reykjavík segir rangt að Félag fátækra barna starfi í heimildarleysi. MYND/Vilhelm „Mér finnst þetta með því lægsta sem hægt er að komast í lágkúru. Þetta skemmir fyrir öðrum sem eru að safna í góðum tilgangi,“ segir Lúther Kristjánsson, sem seint á þriðjudagskvöldið í síðustu viku fékk upphringingu frá konu sem vildi fá hann til að styrkja fátæk börn. „Það var kona í símanum sem sagði: Við erum að safna handa fátækum börnum. Viltu styrkja okkur? Ég sagði nei og það náði ekki lengra því konan sagði þá bara reiðilega að hún skildi vel að ég vildi ekki styðja þau og skellti á,“ segir Lúther, sem er 72 ára og býr í Reykjavík. Eftir símtalið læddist sá grunur að Lúther að ekki væri allt með felldu. „Hún var svo undarlega reiðileg konan þegar ég sagði nei að mér datt í hug að grennslast fyrir um það hver stæði að þessu,“ segir Lúther, sem að eigin sögn fékk upplýst hjá lögreglunni að ekki væri heimild fyrir fjársöfnun fyrir fátæk börn. „Það er alveg svívirðilegt að óprúttnir aðilar fari þá leið að höfða til meðaumkunar með börnum sem eiga bágt. Fólk ætti að hafa varann á,“ segir Lúther. Í Fréttablaðinu í ágúst og september síðastliðnum var tvívegis sagt frá fjársöfnun félagsins Fátækra barna á Íslandi. Fram kom að formleg kvörtun hefði borist vegna starfseminnar frá SOS barnaþorpum. Ekki náðist í forsvarsmann Fátækra barna á Íslandi, Jón Egil Unndórsson, til að fá staðfest að það væri á vegum hans félags sem nú væri verið að safna peningum. Haft var eftir Jóni í Fréttablaðinu í ágúst að hann teldi félagið undanþegið reglum um fjársafnanir þar sem í raun væri um sölu að ræða en ekki söfnun. „Þeir sem gefa félaginu peninga fá sendan penna sem þakklætisvott,“ útskýrði Jón. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir það ekki rétt að Fátæk börn á Íslandi starfi í heimildarleysi. Félagið hafi haft heimild til fjársöfnunar frá því í ágúst 2005. Í fyrra stóð félagið að því er virðist einmitt fyrir fjársöfnun. Heiða Gestsdóttir, yfirmaður almennrar afgreiðslu lögreglunnar sem annast leyfisveitingar vegna fjársafnana, segir á hinn bóginn að sé um símasöfnun að ræða beri félögum að tilkynna hana til lögreglunnar. Fátæk börn á Íslandi hafi ekki sent tilkynningu um slíka söfnun. Innan við sex mánuðum eftir að söfnun ljúki verði að senda lögreglunni reikningsskil vegna hennar. „Það hefur ekkert reikningsyfirlit borist vegna söfnunarinnar í fyrra og það er verið að kalla eftir því,“ segir Heiða og upplýsir að frestur sem Fátækum börnum á Íslandi hafi verið gefinn til að svara sé enn ekki runninn út. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
„Mér finnst þetta með því lægsta sem hægt er að komast í lágkúru. Þetta skemmir fyrir öðrum sem eru að safna í góðum tilgangi,“ segir Lúther Kristjánsson, sem seint á þriðjudagskvöldið í síðustu viku fékk upphringingu frá konu sem vildi fá hann til að styrkja fátæk börn. „Það var kona í símanum sem sagði: Við erum að safna handa fátækum börnum. Viltu styrkja okkur? Ég sagði nei og það náði ekki lengra því konan sagði þá bara reiðilega að hún skildi vel að ég vildi ekki styðja þau og skellti á,“ segir Lúther, sem er 72 ára og býr í Reykjavík. Eftir símtalið læddist sá grunur að Lúther að ekki væri allt með felldu. „Hún var svo undarlega reiðileg konan þegar ég sagði nei að mér datt í hug að grennslast fyrir um það hver stæði að þessu,“ segir Lúther, sem að eigin sögn fékk upplýst hjá lögreglunni að ekki væri heimild fyrir fjársöfnun fyrir fátæk börn. „Það er alveg svívirðilegt að óprúttnir aðilar fari þá leið að höfða til meðaumkunar með börnum sem eiga bágt. Fólk ætti að hafa varann á,“ segir Lúther. Í Fréttablaðinu í ágúst og september síðastliðnum var tvívegis sagt frá fjársöfnun félagsins Fátækra barna á Íslandi. Fram kom að formleg kvörtun hefði borist vegna starfseminnar frá SOS barnaþorpum. Ekki náðist í forsvarsmann Fátækra barna á Íslandi, Jón Egil Unndórsson, til að fá staðfest að það væri á vegum hans félags sem nú væri verið að safna peningum. Haft var eftir Jóni í Fréttablaðinu í ágúst að hann teldi félagið undanþegið reglum um fjársafnanir þar sem í raun væri um sölu að ræða en ekki söfnun. „Þeir sem gefa félaginu peninga fá sendan penna sem þakklætisvott,“ útskýrði Jón. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir það ekki rétt að Fátæk börn á Íslandi starfi í heimildarleysi. Félagið hafi haft heimild til fjársöfnunar frá því í ágúst 2005. Í fyrra stóð félagið að því er virðist einmitt fyrir fjársöfnun. Heiða Gestsdóttir, yfirmaður almennrar afgreiðslu lögreglunnar sem annast leyfisveitingar vegna fjársafnana, segir á hinn bóginn að sé um símasöfnun að ræða beri félögum að tilkynna hana til lögreglunnar. Fátæk börn á Íslandi hafi ekki sent tilkynningu um slíka söfnun. Innan við sex mánuðum eftir að söfnun ljúki verði að senda lögreglunni reikningsskil vegna hennar. „Það hefur ekkert reikningsyfirlit borist vegna söfnunarinnar í fyrra og það er verið að kalla eftir því,“ segir Heiða og upplýsir að frestur sem Fátækum börnum á Íslandi hafi verið gefinn til að svara sé enn ekki runninn út.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira