Vafasöm fjársöfnun í nafni fátækra 1. nóvember 2006 06:15 Hörður Jóhannesson Aðstoðar-yfirlögregluþjónninn í Reykjavík segir rangt að Félag fátækra barna starfi í heimildarleysi. MYND/Vilhelm „Mér finnst þetta með því lægsta sem hægt er að komast í lágkúru. Þetta skemmir fyrir öðrum sem eru að safna í góðum tilgangi,“ segir Lúther Kristjánsson, sem seint á þriðjudagskvöldið í síðustu viku fékk upphringingu frá konu sem vildi fá hann til að styrkja fátæk börn. „Það var kona í símanum sem sagði: Við erum að safna handa fátækum börnum. Viltu styrkja okkur? Ég sagði nei og það náði ekki lengra því konan sagði þá bara reiðilega að hún skildi vel að ég vildi ekki styðja þau og skellti á,“ segir Lúther, sem er 72 ára og býr í Reykjavík. Eftir símtalið læddist sá grunur að Lúther að ekki væri allt með felldu. „Hún var svo undarlega reiðileg konan þegar ég sagði nei að mér datt í hug að grennslast fyrir um það hver stæði að þessu,“ segir Lúther, sem að eigin sögn fékk upplýst hjá lögreglunni að ekki væri heimild fyrir fjársöfnun fyrir fátæk börn. „Það er alveg svívirðilegt að óprúttnir aðilar fari þá leið að höfða til meðaumkunar með börnum sem eiga bágt. Fólk ætti að hafa varann á,“ segir Lúther. Í Fréttablaðinu í ágúst og september síðastliðnum var tvívegis sagt frá fjársöfnun félagsins Fátækra barna á Íslandi. Fram kom að formleg kvörtun hefði borist vegna starfseminnar frá SOS barnaþorpum. Ekki náðist í forsvarsmann Fátækra barna á Íslandi, Jón Egil Unndórsson, til að fá staðfest að það væri á vegum hans félags sem nú væri verið að safna peningum. Haft var eftir Jóni í Fréttablaðinu í ágúst að hann teldi félagið undanþegið reglum um fjársafnanir þar sem í raun væri um sölu að ræða en ekki söfnun. „Þeir sem gefa félaginu peninga fá sendan penna sem þakklætisvott,“ útskýrði Jón. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir það ekki rétt að Fátæk börn á Íslandi starfi í heimildarleysi. Félagið hafi haft heimild til fjársöfnunar frá því í ágúst 2005. Í fyrra stóð félagið að því er virðist einmitt fyrir fjársöfnun. Heiða Gestsdóttir, yfirmaður almennrar afgreiðslu lögreglunnar sem annast leyfisveitingar vegna fjársafnana, segir á hinn bóginn að sé um símasöfnun að ræða beri félögum að tilkynna hana til lögreglunnar. Fátæk börn á Íslandi hafi ekki sent tilkynningu um slíka söfnun. Innan við sex mánuðum eftir að söfnun ljúki verði að senda lögreglunni reikningsskil vegna hennar. „Það hefur ekkert reikningsyfirlit borist vegna söfnunarinnar í fyrra og það er verið að kalla eftir því,“ segir Heiða og upplýsir að frestur sem Fátækum börnum á Íslandi hafi verið gefinn til að svara sé enn ekki runninn út. Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
„Mér finnst þetta með því lægsta sem hægt er að komast í lágkúru. Þetta skemmir fyrir öðrum sem eru að safna í góðum tilgangi,“ segir Lúther Kristjánsson, sem seint á þriðjudagskvöldið í síðustu viku fékk upphringingu frá konu sem vildi fá hann til að styrkja fátæk börn. „Það var kona í símanum sem sagði: Við erum að safna handa fátækum börnum. Viltu styrkja okkur? Ég sagði nei og það náði ekki lengra því konan sagði þá bara reiðilega að hún skildi vel að ég vildi ekki styðja þau og skellti á,“ segir Lúther, sem er 72 ára og býr í Reykjavík. Eftir símtalið læddist sá grunur að Lúther að ekki væri allt með felldu. „Hún var svo undarlega reiðileg konan þegar ég sagði nei að mér datt í hug að grennslast fyrir um það hver stæði að þessu,“ segir Lúther, sem að eigin sögn fékk upplýst hjá lögreglunni að ekki væri heimild fyrir fjársöfnun fyrir fátæk börn. „Það er alveg svívirðilegt að óprúttnir aðilar fari þá leið að höfða til meðaumkunar með börnum sem eiga bágt. Fólk ætti að hafa varann á,“ segir Lúther. Í Fréttablaðinu í ágúst og september síðastliðnum var tvívegis sagt frá fjársöfnun félagsins Fátækra barna á Íslandi. Fram kom að formleg kvörtun hefði borist vegna starfseminnar frá SOS barnaþorpum. Ekki náðist í forsvarsmann Fátækra barna á Íslandi, Jón Egil Unndórsson, til að fá staðfest að það væri á vegum hans félags sem nú væri verið að safna peningum. Haft var eftir Jóni í Fréttablaðinu í ágúst að hann teldi félagið undanþegið reglum um fjársafnanir þar sem í raun væri um sölu að ræða en ekki söfnun. „Þeir sem gefa félaginu peninga fá sendan penna sem þakklætisvott,“ útskýrði Jón. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir það ekki rétt að Fátæk börn á Íslandi starfi í heimildarleysi. Félagið hafi haft heimild til fjársöfnunar frá því í ágúst 2005. Í fyrra stóð félagið að því er virðist einmitt fyrir fjársöfnun. Heiða Gestsdóttir, yfirmaður almennrar afgreiðslu lögreglunnar sem annast leyfisveitingar vegna fjársafnana, segir á hinn bóginn að sé um símasöfnun að ræða beri félögum að tilkynna hana til lögreglunnar. Fátæk börn á Íslandi hafi ekki sent tilkynningu um slíka söfnun. Innan við sex mánuðum eftir að söfnun ljúki verði að senda lögreglunni reikningsskil vegna hennar. „Það hefur ekkert reikningsyfirlit borist vegna söfnunarinnar í fyrra og það er verið að kalla eftir því,“ segir Heiða og upplýsir að frestur sem Fátækum börnum á Íslandi hafi verið gefinn til að svara sé enn ekki runninn út.
Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira