Fundu rústir klaustursins 13. júlí 2006 06:45 ein beinagrindanna sem fundist hafa Ummerki um stiga hafa fundist í húsinu, sem er mjög óvenjulegt fyrir torfhús. Klaustrið var um tólf hundruð fermetrar að stærð og rústirnar mjög heillegar. Merkur fornleifauppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröfturinn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. "Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það markmið að finna rústir klaustursins," segir Steinunn. "Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fermetra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fermetrar að stærð." Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um uppbyggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gosbrunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustrum, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. "Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér." Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Steinunn segir staðsetningu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rústirnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rústirnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn. Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Merkur fornleifauppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröfturinn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. "Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það markmið að finna rústir klaustursins," segir Steinunn. "Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fermetra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fermetrar að stærð." Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um uppbyggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gosbrunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustrum, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. "Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér." Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Steinunn segir staðsetningu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rústirnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rústirnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn.
Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira