22,2 milljónir afhentar góðgerðarsamtökum 24. ágúst 2006 17:45 Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, á ráslínu. MYND/Vilhelm Áheit að upphæð 22,2 milljónir króna sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag verða afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, kl. 18:00. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, flytur ávarp og þá mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ávarpa samkomuna. Starfsmenn Glitnis sem hlupu í maraþoninu afhenda fulltrúum góðgerðarsamtaka söfnunarféð. Eftirtaldir fulltrúar góðgerðarfélaga taka við áheitum fyrir þeirra hönd (innan sviga eru nöfn starfsmanna Glitnis sem afhenda áheitin): Krabbameinsfélag Íslands: Sigurður Björnsson (Vilhelm Már Þorsteinsson afhendir) Blátt áfram: Guðrún Ebba Ólafsdóttir (Lilja Pálsdóttir afhendir) MS-félagið: Sigrún Ármannsdóttir (Sigrún Kjartansdóttir afhendir) Spegillinn, forvarnasamtök um átröskun: Kolbrún Marelsdóttir (Sverrir Bjarni Sigursveinsson afhendir) Björgunarsveitin Súlur: Friðfinnur Freyr Guðmundsson (Jóhannes Baldursson afhendir) Umsjónarfélag einhverfra: Hjörtur Grétarsson (Erlendur Magnússon afhendir) UNIFEM: Edda Jónsdóttir (Kristín Baldursdóttir afhendir) Samtök sykursjúkra: Ómar Geir Bragason (Bala Kamallakharan afhendir) Heilaheill: Bergþóra Annasdóttir (Guðrún Jónsdóttir afhendir) Geðhjálp: Sveinn Magnússon (Silja Guðmundsdóttir afhendir) Umhyggja: Ragna Marinósdóttir (Gunnlaugur Sveinsson afhendir) Alls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu og hét bankinn á þá með því að greiða 3.000 kr. til góðgerðarmála fyrir hvern hlaupinn kílómetra. Starfsmennirnir ákváðu sjálfir vegalengdina og hvaða góðgerðarsamtök skyldu njóta framlagsins. Alls var hlaupið í þágu 55 samtaka og námu áheit bankans alls 13,6 milljónum króna. Starfsmennirnir skoruðu ennfremur á almenning, vini og vandamenn, að leggja sitt af mörkum og heita á þá og þannig söfnuðust um 8,6 milljónir króna til viðbótar. Heildarupphæð áheita fór því í um 22,2 milljónir króna. Þegar lagðar eru saman vegalengdirnar sem starfsmenn hlupu kemur út heildarvegalengdin 4.380 km. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Glitni. Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Áheit að upphæð 22,2 milljónir króna sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag verða afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, kl. 18:00. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, flytur ávarp og þá mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ávarpa samkomuna. Starfsmenn Glitnis sem hlupu í maraþoninu afhenda fulltrúum góðgerðarsamtaka söfnunarféð. Eftirtaldir fulltrúar góðgerðarfélaga taka við áheitum fyrir þeirra hönd (innan sviga eru nöfn starfsmanna Glitnis sem afhenda áheitin): Krabbameinsfélag Íslands: Sigurður Björnsson (Vilhelm Már Þorsteinsson afhendir) Blátt áfram: Guðrún Ebba Ólafsdóttir (Lilja Pálsdóttir afhendir) MS-félagið: Sigrún Ármannsdóttir (Sigrún Kjartansdóttir afhendir) Spegillinn, forvarnasamtök um átröskun: Kolbrún Marelsdóttir (Sverrir Bjarni Sigursveinsson afhendir) Björgunarsveitin Súlur: Friðfinnur Freyr Guðmundsson (Jóhannes Baldursson afhendir) Umsjónarfélag einhverfra: Hjörtur Grétarsson (Erlendur Magnússon afhendir) UNIFEM: Edda Jónsdóttir (Kristín Baldursdóttir afhendir) Samtök sykursjúkra: Ómar Geir Bragason (Bala Kamallakharan afhendir) Heilaheill: Bergþóra Annasdóttir (Guðrún Jónsdóttir afhendir) Geðhjálp: Sveinn Magnússon (Silja Guðmundsdóttir afhendir) Umhyggja: Ragna Marinósdóttir (Gunnlaugur Sveinsson afhendir) Alls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu og hét bankinn á þá með því að greiða 3.000 kr. til góðgerðarmála fyrir hvern hlaupinn kílómetra. Starfsmennirnir ákváðu sjálfir vegalengdina og hvaða góðgerðarsamtök skyldu njóta framlagsins. Alls var hlaupið í þágu 55 samtaka og námu áheit bankans alls 13,6 milljónum króna. Starfsmennirnir skoruðu ennfremur á almenning, vini og vandamenn, að leggja sitt af mörkum og heita á þá og þannig söfnuðust um 8,6 milljónir króna til viðbótar. Heildarupphæð áheita fór því í um 22,2 milljónir króna. Þegar lagðar eru saman vegalengdirnar sem starfsmenn hlupu kemur út heildarvegalengdin 4.380 km. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Glitni.
Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira