Tekist á um hæfi Ríkislögreglustjóra til rannsóknar 11. desember 2006 16:37 MYND/Róbert Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hvort embætti Ríkislögreglustjóra væri hæft til að rannsaka skattamál fimm manna tengdum Baugi vegna yfirlýsinga yfirmanna hjá embættinu í fjölmiðlum.Um er að ræða einn anga Baugmálsins sem haldið var áfram í dag eftir að lögmenn fimmmenninganna ákváðu að áfrýja ekki dómi héraðsdóms um að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, skyldu ekki bera vitni í málinu.Málið snýst um meint skattalagbrot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhannesar Jónssonar, Kristínar Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssonar og Stefáns Hilmarssonar, sem öllu eru eða voru tengd Baugi. Lögmenn þeirra fara fram á það að rannsókn ríkislögreglustjóra á málinu verði dæmd ólögmæt en til vara að héraðsdómur úrskurði að forsvarsmönnum embættis Ríkislögreglustjóra, Haraldi Johannessen og Jóni H. B. Snorrasyni, og þar með öllum starfsmönnum embættisins, verði skylt að víkja sæti í málinu.Í rökstuðningi sínum vísa lögmenn fimmmenninganna til þess að embætti Ríkislögreglustjóra hafi þegar tekið afstöðu til sektar þeirra og brotið þannig gegn reglu um að sakborningar teljist saklausir uns sekt þeirra hafi verið sönnuð. Vísa lögmennirnir meðal annars til orða bæði Haraldar í Blaðinu máli sínu til stuðnings. Þá segja þeir einnig að forsvarsmenn Ríkislögreglustjóra hafi lýst sig vanhæfa til að fara málin á hendur Baugsmönnum.Jón H. B. Snorrason stóð fyrir vörnum í héraðsdómi í dag og sagði að rangt hefði verið haft eftir Haraldi í Blaðinu. Þá sagði hann misskilning að ummæli ríkislögreglustjóra í fréttum Stöðvar 2 11. október í fyrra fælu í sér yfirlýsingar um vanhæfi. Sagði hann enn fremur að yfirmenn Ríkislögreglustjóra gætu ekki borið ábyrgð á framsetningu blaðamanna.Það kemur í hlut Eggert Óskarsson héraðdsómara að kveða upp úrskurð í málinu en ekki liggur fyrior hvenær það verður gert. Baugsmálið Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hvort embætti Ríkislögreglustjóra væri hæft til að rannsaka skattamál fimm manna tengdum Baugi vegna yfirlýsinga yfirmanna hjá embættinu í fjölmiðlum.Um er að ræða einn anga Baugmálsins sem haldið var áfram í dag eftir að lögmenn fimmmenninganna ákváðu að áfrýja ekki dómi héraðsdóms um að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, skyldu ekki bera vitni í málinu.Málið snýst um meint skattalagbrot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhannesar Jónssonar, Kristínar Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssonar og Stefáns Hilmarssonar, sem öllu eru eða voru tengd Baugi. Lögmenn þeirra fara fram á það að rannsókn ríkislögreglustjóra á málinu verði dæmd ólögmæt en til vara að héraðsdómur úrskurði að forsvarsmönnum embættis Ríkislögreglustjóra, Haraldi Johannessen og Jóni H. B. Snorrasyni, og þar með öllum starfsmönnum embættisins, verði skylt að víkja sæti í málinu.Í rökstuðningi sínum vísa lögmenn fimmmenninganna til þess að embætti Ríkislögreglustjóra hafi þegar tekið afstöðu til sektar þeirra og brotið þannig gegn reglu um að sakborningar teljist saklausir uns sekt þeirra hafi verið sönnuð. Vísa lögmennirnir meðal annars til orða bæði Haraldar í Blaðinu máli sínu til stuðnings. Þá segja þeir einnig að forsvarsmenn Ríkislögreglustjóra hafi lýst sig vanhæfa til að fara málin á hendur Baugsmönnum.Jón H. B. Snorrason stóð fyrir vörnum í héraðsdómi í dag og sagði að rangt hefði verið haft eftir Haraldi í Blaðinu. Þá sagði hann misskilning að ummæli ríkislögreglustjóra í fréttum Stöðvar 2 11. október í fyrra fælu í sér yfirlýsingar um vanhæfi. Sagði hann enn fremur að yfirmenn Ríkislögreglustjóra gætu ekki borið ábyrgð á framsetningu blaðamanna.Það kemur í hlut Eggert Óskarsson héraðdsómara að kveða upp úrskurð í málinu en ekki liggur fyrior hvenær það verður gert.
Baugsmálið Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira