Erlent

Stórt íkveikjumál í Árósum bráðum upplýst

Lögregla í Árósum í Danmörku telur sig vera við það að upplýsa stórt íkveikjumál í Braband í Árósum. Yfir 60 brunar hafa orðið á síðustu mánuðum. Lögreglan hefur haft 11 ungmenni á aldrinum 16-19 ára í haldi og tveir þeirra verða yfirheyrðir fyrir dómi í dag. Orðspor Braband-hverfisins hefur versnað mikið vegna endurtekinna bruna.

Lögreglan í Árósum segir enga ákveðna hópa eða gengi ungmenna hafa kveikt í. Í flestum tilvikum var um að ræða minniháttar eld í ruslagámum og stigagöngum fjölbýlishúsa sem ungmenni hafa kveikt sem ekki tilheyra neinu sérstöku gengi. Þrír sem verið hafa í haldi lögreglu verða látnir lausir í dag enda áttu þeir lítinn hlut að máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×