Fjórðungur sveitarstjóra er konur 5. september 2006 07:15 Stefanía Katrín Karlsdóttir Búið er að velja eða ráða sveitar- eða bæjarstjóra í 64 af 79 sveitarfélögum landsins síðan í sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. Af þessum 64 sveitarstjórum eru 16, eða fjórðungur, konur og 48 karlmenn, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Konur eru sveitarstjórar í tveimur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar er Mosfellsbær fjölmennastur, en sveitarfélagið Árborg næstfjölmennast. Helga Jónsdóttir tekur við embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í þessum mánuði og verða þá konur sveitarstjórar í þremur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Karlmenn eru borgar- eða bæjarstjórar í sex stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ og Garðabæ. "Þeir sem verða sveitarstjórar eru ýmist pólitískt kjörnir, sem efstu menn á lista, eða ráðnir inn," segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. "Mér sýnist þessi skipting endurspegla hlut kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Þetta er kynjaskipting innan samfélagsins í hnotskurn, sýnist mér. Mér finnst að alltaf eigi að ráða hæfasta einstaklinginn til starfa, en hvort karlmenn eru hæfastir í þremur af fjórum tilvikum hef ég ekki hugmynd um." Alls búa 27.289 Íslendingar í sveitarfélögum undir stjórn kvenkyns sveitarstjóra. Það er um níu prósent af heildarfjölda Íslendinga. "Við teljum að jafnrétti hafi verið náð þegar hvorugt kynið hefur minni hlut en fjörutíu prósent í sveitarstjórnum," segir Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. "Það virðist vera sem konur nái ekki yfir þrjátíu prósentin í íslensku samfélagi. Tilhneigingin með röðun á lista var mikið til sú að karlmenn væru í 1. sæti og konur 2. sæti. Þá segir sig sjálft að það sé ólíklegra fyrir konur að komast í áhrifastöður. Auðvitað þurfa að vera fleiri konur í forsvari fyrir sveitarstjórnir. Þetta er slæm staða," segir Hugrún. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Búið er að velja eða ráða sveitar- eða bæjarstjóra í 64 af 79 sveitarfélögum landsins síðan í sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. Af þessum 64 sveitarstjórum eru 16, eða fjórðungur, konur og 48 karlmenn, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Konur eru sveitarstjórar í tveimur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar er Mosfellsbær fjölmennastur, en sveitarfélagið Árborg næstfjölmennast. Helga Jónsdóttir tekur við embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í þessum mánuði og verða þá konur sveitarstjórar í þremur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Karlmenn eru borgar- eða bæjarstjórar í sex stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ og Garðabæ. "Þeir sem verða sveitarstjórar eru ýmist pólitískt kjörnir, sem efstu menn á lista, eða ráðnir inn," segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. "Mér sýnist þessi skipting endurspegla hlut kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Þetta er kynjaskipting innan samfélagsins í hnotskurn, sýnist mér. Mér finnst að alltaf eigi að ráða hæfasta einstaklinginn til starfa, en hvort karlmenn eru hæfastir í þremur af fjórum tilvikum hef ég ekki hugmynd um." Alls búa 27.289 Íslendingar í sveitarfélögum undir stjórn kvenkyns sveitarstjóra. Það er um níu prósent af heildarfjölda Íslendinga. "Við teljum að jafnrétti hafi verið náð þegar hvorugt kynið hefur minni hlut en fjörutíu prósent í sveitarstjórnum," segir Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. "Það virðist vera sem konur nái ekki yfir þrjátíu prósentin í íslensku samfélagi. Tilhneigingin með röðun á lista var mikið til sú að karlmenn væru í 1. sæti og konur 2. sæti. Þá segir sig sjálft að það sé ólíklegra fyrir konur að komast í áhrifastöður. Auðvitað þurfa að vera fleiri konur í forsvari fyrir sveitarstjórnir. Þetta er slæm staða," segir Hugrún.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira