Erlent

40% landnemabyggða Ísraela á einkalandi Palestínumanna

Frá Palestínu.
Frá Palestínu.
Rúmlega 40% landnámsbyggða gyðinga í Palestínu eru á einkalandi Palestínumanna, sem oft hefur verið lýst ríkisland með vafasömum aðferðum. Þetta eru aðalatriðin í skýrslu mannréttindasamtakanna Peace now sem byggir á rannsókn þeirra á eignarhaldi landnemabyggðanna.

Vesturbakki Jórdanar hefur aldrei verið innlimaður í Ísraelsríki heldur hefur verið flokkaður sem herfang. Samkvæmt alþjóðalögum ber Ísraelsríki í því tilviki að gæta þess að ekki sé gengið á eigur eða rétt þeirra sem búa á svæðinu, nefnilega Palestínumanna. Gögn frá Ísraelsstjórn sýna hins vegar að síðan árið 1967 hafa nokkrar ríkisstjórnir í röð stofnað nýjar landnemabyggðir eða heimilað að þær landnemabyggðir Ísraela sem fyrir voru stækki við sig, á landi sem er í einkaeigu palestínskra fjölskyldna eða annarra einkaaðila.

Skýrsluna má lesa í heild á síðu samtakanna Peace now.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×