Erlent

Bandaríska LÍÚ styður Íslendinga gegn botnvörpubanni

Forseti Bandalags bandarískra útgerðarmanna tekur undir sjónarmið Íslendinga þegar þeir lögðust gegn algjöru botnvörpubanni á úthöfunum í bréfi til Washington Post. Þetta kemur fram á vef LÍÚ í dag. John Connelly segir í bréfinu að bannið hafi ekki verið samþykkt einfaldlega vegna þess að það hafi verið slæm niðurstaða.

Washingtonpósturinn gagnrýndi Íslendinga harkalega í leiðara þann 3. desember síðastliðinn fyrir að beita sér gegn botnvörpubanninu. Connelly bendir hins vegar á ýmis rök sem styðji andstöðu Íslendinga. Þar nefnir hann meðal annars álit fiskifræðinga Alþjóðamatvælastofnunarinnar, sem hafi mótmælt allsherjar botnvörpubanni á úthöfunum en frekar stutt lokanir afmarkaðra svæða eftir þörfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×