Erlent

Efnið sem banaði Litvinenko kostaði nær 700 milljónir

MYND/AP

Það magn pólons-210 sem þurfti til að ráða fyrrverandi njósnarann Alexander Litvinenko af dögum kostar um 680 milljónir króna á markaði. Frá þessu greinir breska blaðið The Times og hefur eftir lögreglu.

Þar segir enn fremur að réttarlæknar hafi komist að því að miðað við það magn efnisins sem fannst í líkama Litvinenkos líti út fyrir að hann hafi fengið tífaldan þann skammt sem þurfi til að ráða menn af dögum. Lögregla veit ekki hvers vegna svo mikið magn efnisins var notað en telur morðingjann að morðingjana vel hafa þekkt virkni þess. Lögregla telur útlokað að hægt hafi verið að kaupa efnið á Netinu eða stela því af rannsóknarstofu án þess að eftir því yrði tekið og því sé líklegast að það hafi fengist úr kjarnaklúf eða í gegnum svartamarkaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×