Ástæða til að rannsaka 15. október 2006 19:36 Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, var í Silfri Egils í dag og fullyrti þar að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Árni Páll segist hafa notið trúnaðar í störfum sínum og muni ekki brjóta þann trúnað. Hann vill því ekki upplýsa hver varaði hann við, né hverjir áttu að hafa hlerað hann. Norðmenn skipuðu á sínum tíma opinbera rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á njósnum á tímum kalda stríðsins sem gerði síðan allar njósnir opinberar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í gærkvöldi að slík nefnd væri óþörf enda hafi nú þegar verið sett á laggirnar nefnd undir formennsku Páls Hreinssonar lagaprófessors og dósents við Háskóla Íslands. Formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson segir að ekki sé þörf fyrir sérstaka rannsóknarnefnd. Eðlilegt sé að álykta að nóg væri að hafa nefnd sem hefði fullt umboð til að skoða þau gögn sem til eru um þessi mál. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar sagði að henni væri falið að semja reglur sem veita fræðimönnum frjálsan aðgang að upplýsingum úr kalda stríðinu. Nefndinni er ekki falin valdheimild til að rannsaka einstök mál. Það þýðir að nefndin getur ekki rannsakað tímabilið frá 1945-1951. En þær meintu hleranir sem Jón Baldvin Hannibalsson, þá utanríkisráðherra, og Árni Páll Árnason, segjast hafa orðið fyrir áttu sér stað eftir 1991 og koma nefndinni þar af leiðandi ekkert við. Flokksbróðir Jóns Sigurðssonar, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist trúa því að öllum væri fyrir bestu að rannsaka málið því ekki verði búið við þessa óvissu. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, var í Silfri Egils í dag og fullyrti þar að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Árni Páll segist hafa notið trúnaðar í störfum sínum og muni ekki brjóta þann trúnað. Hann vill því ekki upplýsa hver varaði hann við, né hverjir áttu að hafa hlerað hann. Norðmenn skipuðu á sínum tíma opinbera rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á njósnum á tímum kalda stríðsins sem gerði síðan allar njósnir opinberar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í gærkvöldi að slík nefnd væri óþörf enda hafi nú þegar verið sett á laggirnar nefnd undir formennsku Páls Hreinssonar lagaprófessors og dósents við Háskóla Íslands. Formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson segir að ekki sé þörf fyrir sérstaka rannsóknarnefnd. Eðlilegt sé að álykta að nóg væri að hafa nefnd sem hefði fullt umboð til að skoða þau gögn sem til eru um þessi mál. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar sagði að henni væri falið að semja reglur sem veita fræðimönnum frjálsan aðgang að upplýsingum úr kalda stríðinu. Nefndinni er ekki falin valdheimild til að rannsaka einstök mál. Það þýðir að nefndin getur ekki rannsakað tímabilið frá 1945-1951. En þær meintu hleranir sem Jón Baldvin Hannibalsson, þá utanríkisráðherra, og Árni Páll Árnason, segjast hafa orðið fyrir áttu sér stað eftir 1991 og koma nefndinni þar af leiðandi ekkert við. Flokksbróðir Jóns Sigurðssonar, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist trúa því að öllum væri fyrir bestu að rannsaka málið því ekki verði búið við þessa óvissu.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira