Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu 7. september 2006 08:00 innkaupakarfa Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ munar næstum fimmtungi á hæsta og lægsta verði innkaupakörfunnar. MYND/Valli Verðlagseftirlit Alþýðusamband Íslands kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á þriðjudaginn og reyndist munurinn á lægsta og hæsta verði innkaupakörfunnar vera rúmar sautján hundruð krónur, eða átján prósent. Ódýrasta karfan var í verslun Bónus, en hún kostaði 9.780 krónur. Dýrust var karfan í verslun Kaskó, upp á 11.504 krónur. Innkaupakarfan samanstóð af fjörutíu almennum neysluvörum til heimilisins og átti hún að endurspegla dæmigerða verslunarferð hjá fjölskyldu. Í körfunni mátti meðal annars finna brauðmeti, sætabrauð, morgunkorn, smjör, ýmsar mjólkurvörur, álegg, lambalæri, fisk, ávexti, grænmeti, drykkjarvörur og þvottaefni. Minnstur verðmunur milli verslananna á einstökum vörutegundum reyndist vera á smjöri, osti og mjólkurvörum ýmiss konar, um fimm prósent eða svo. Athygli vekur að oft reyndist yfir hundrað prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði af pasta og jarðarberjasultu. Þá var tæplega áttatíu prósenta verðmunur á kílóverði af frosinni ýsu og 46 prósenta munur reyndist á kílóverði af frosnu lambalæri. Það er mikilvægt fyrir neytandann að horfa á alla körfuna í heild, því það munar oft mjög litlu á einstaka vöruflokkum milli verslana, segir Henný Hinz, verkefnisstjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Það eru liðir í körfunni sem vega mjög þungt og getur verið mikill verðmunur á og veldur því að munað getur töluvert á heildarniðurstöðum. Könnunin var gerð í Bónus Holtagörðum, Krónunni Langholtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins tekur fram að einungis var um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Verðlagseftirlit Alþýðusamband Íslands kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á þriðjudaginn og reyndist munurinn á lægsta og hæsta verði innkaupakörfunnar vera rúmar sautján hundruð krónur, eða átján prósent. Ódýrasta karfan var í verslun Bónus, en hún kostaði 9.780 krónur. Dýrust var karfan í verslun Kaskó, upp á 11.504 krónur. Innkaupakarfan samanstóð af fjörutíu almennum neysluvörum til heimilisins og átti hún að endurspegla dæmigerða verslunarferð hjá fjölskyldu. Í körfunni mátti meðal annars finna brauðmeti, sætabrauð, morgunkorn, smjör, ýmsar mjólkurvörur, álegg, lambalæri, fisk, ávexti, grænmeti, drykkjarvörur og þvottaefni. Minnstur verðmunur milli verslananna á einstökum vörutegundum reyndist vera á smjöri, osti og mjólkurvörum ýmiss konar, um fimm prósent eða svo. Athygli vekur að oft reyndist yfir hundrað prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði af pasta og jarðarberjasultu. Þá var tæplega áttatíu prósenta verðmunur á kílóverði af frosinni ýsu og 46 prósenta munur reyndist á kílóverði af frosnu lambalæri. Það er mikilvægt fyrir neytandann að horfa á alla körfuna í heild, því það munar oft mjög litlu á einstaka vöruflokkum milli verslana, segir Henný Hinz, verkefnisstjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Það eru liðir í körfunni sem vega mjög þungt og getur verið mikill verðmunur á og veldur því að munað getur töluvert á heildarniðurstöðum. Könnunin var gerð í Bónus Holtagörðum, Krónunni Langholtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins tekur fram að einungis var um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira