Pólitísk samstaða ríkir um málið 6. september 2006 07:45 Hanna Birna Kristjánsdóttir Mynd/Heiða Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kveðst ánægður með samstöðu borgarstjórnar um málið. "Ég tel að þarna hafi verið tekið af skarið með að haldið verði áfram með þessi verkefni sem eru brýn því þörfin er gríðarleg." Dagur segir áherslu lagða á að íbúðir séu gjarnan í miðborginni innan um verslun og þjónustu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir viðræður við námsmannahreyfingarnar um húsnæðismál hafa staðið yfir undanfarið og að ekkert nýtt komi fram í tillögunni. "Það er hægt að segja að samstaða ríki í borgarstjórn um að tryggja námsmönnum íbúðir í borginni en við hefðum viljað sjá fyrrverandi meirihluta hefja áætlun um uppbyggingu fyrr." Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, vonast til að lausn sé í sjónmáli á miklum húsnæðisvanda námsmanna. "Á undanförnum árum hefur húsnæðisverð hækkað gríðarlega og ungt fólk verður í meiri mæli að leita út á leigumarkaðinn. Þar bætir ekki úr skák að húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000, en á sama tíma hefur leiguverð hækkað um 55 prósent." Svæðin sem eru í deiglunni eru á svokölluðum Barónsreit við Hlemm þar sem um 100 íbúðir geta risið, við Einholt-Þverholt, þar sem fyrirhugað er að byggja upp allt að 400 herbergi og íbúðir. Einnig eru byggingarreitir í Vatnsmýrinni sem gætu opnað fjölmarga möguleika fyrir stúdentagarða með nýju skipulagi á svæðum HÍ og HR. Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kveðst ánægður með samstöðu borgarstjórnar um málið. "Ég tel að þarna hafi verið tekið af skarið með að haldið verði áfram með þessi verkefni sem eru brýn því þörfin er gríðarleg." Dagur segir áherslu lagða á að íbúðir séu gjarnan í miðborginni innan um verslun og þjónustu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir viðræður við námsmannahreyfingarnar um húsnæðismál hafa staðið yfir undanfarið og að ekkert nýtt komi fram í tillögunni. "Það er hægt að segja að samstaða ríki í borgarstjórn um að tryggja námsmönnum íbúðir í borginni en við hefðum viljað sjá fyrrverandi meirihluta hefja áætlun um uppbyggingu fyrr." Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, vonast til að lausn sé í sjónmáli á miklum húsnæðisvanda námsmanna. "Á undanförnum árum hefur húsnæðisverð hækkað gríðarlega og ungt fólk verður í meiri mæli að leita út á leigumarkaðinn. Þar bætir ekki úr skák að húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000, en á sama tíma hefur leiguverð hækkað um 55 prósent." Svæðin sem eru í deiglunni eru á svokölluðum Barónsreit við Hlemm þar sem um 100 íbúðir geta risið, við Einholt-Þverholt, þar sem fyrirhugað er að byggja upp allt að 400 herbergi og íbúðir. Einnig eru byggingarreitir í Vatnsmýrinni sem gætu opnað fjölmarga möguleika fyrir stúdentagarða með nýju skipulagi á svæðum HÍ og HR.
Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira