Takmarkanir á kostun og auglýsingatekjum ræddar 28. nóvember 2006 06:45 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri skjásins. Alþingi Menntamálanefnd Alþingis hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dagskrárefnis og að banna, eða takmarka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frumvarpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Menntamálanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamálanefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kastljós, og geti einnig yfirboðið einkafyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í fréttaflutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildartekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, er hlynntur breytingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrirtæki eru að keppa á,“ segir Magnús. Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Alþingi Menntamálanefnd Alþingis hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dagskrárefnis og að banna, eða takmarka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frumvarpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Menntamálanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamálanefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kastljós, og geti einnig yfirboðið einkafyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í fréttaflutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildartekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, er hlynntur breytingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrirtæki eru að keppa á,“ segir Magnús.
Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira