Uppteknir af Gamla testamentinu 2. nóvember 2006 05:15 Jens Kr. Guð með Eivöru Pálsdóttur „Margir Færeyingar eru mjög uppteknir af því sem stendur í Gamla testamentinu,“ segir Jens Kr. Guð, sem hefur oft haldið skrautskriftarnámskeið í Eyjunum auk þess að hafa mikinn áhuga á færeyskri tónlist. „Einu sinni stakk ég upp á því að hafa tíma á sunnudegi en fólk sagði mér að láta ekki nokkurn mann heyra þetta því þetta yrði skilgreint sem djöfladýrkun. Ég var líka að athuga fyrir vinkonu mína sem spáir í spil hvort áhugi væri fyrir því að fá hana þarna yfir, en mér var sagt að gleyma þeirri hugmynd alveg því þetta yrði sett í beint samband við satanisma.“ Ofbeldið sem Rasmus varð fyrir kom Jens í opna skjöldu. „Ég hef alltaf upplifað Færeyinga sem gott fólk sem er nánast að leka niður af einskærri góðmennsku. Þeir vilja allt fyrir alla gera. Þetta stangast því mjög á við þá ímynd sem maður hafði af þeim.“ Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður þekkir vel til í Færeyjum. „Fyrst þegar ég kom þarna var ég með Frjáls Palestína-barmmerki, eins og annar hver maður er með hér,“ segir hann. „Í Norræna húsinu í Þórshöfn var ég vinsamlegast beðinn um að taka merkið niður ef ég ætlaði ekki að lenda í vandræðum. Færeyingar eru víst svona miklir vinir Ísraels. Það fólk sem ég þekki er upp til hópa framsækið og opið en það er vandræðamál hvað er mikið af Gunnar í Krossinum-legu liði þarna. Gunnar er talinn vera frík hérna á Íslandi en í Færeyjum eru þeir sem eitthvað mótmæla trúarofstækinu taldir vera frík.“ Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður hefur nokkrum sinnum komið til Færeyja og síðast í október þegar hann dæmdi hljómsveitakeppni ásamt Arnari Eggert. „Maður finnur lítið fyrir trúarhitanum meðal tónlistarmanna,“ segir hann, „og ég held að þetta sé nú aðallega hjá gamla settinu. Fyrir keppnina funduðum við með tónlistarfólkinu og bentum þeim á það að það eru oft listamenn sem leiða réttindabaráttu ýmiss konar. Þeir tóku vel í þetta og bandið sem vann, Deja Vu, tileinkaði Rasmusi lagið sem þau spiluðu þegar sigurinn var í höfn. Síðan hafa verið heitar umræður um þetta á netinu og á bloggsíðum svo maður vonar bara það besta.“ Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
„Margir Færeyingar eru mjög uppteknir af því sem stendur í Gamla testamentinu,“ segir Jens Kr. Guð, sem hefur oft haldið skrautskriftarnámskeið í Eyjunum auk þess að hafa mikinn áhuga á færeyskri tónlist. „Einu sinni stakk ég upp á því að hafa tíma á sunnudegi en fólk sagði mér að láta ekki nokkurn mann heyra þetta því þetta yrði skilgreint sem djöfladýrkun. Ég var líka að athuga fyrir vinkonu mína sem spáir í spil hvort áhugi væri fyrir því að fá hana þarna yfir, en mér var sagt að gleyma þeirri hugmynd alveg því þetta yrði sett í beint samband við satanisma.“ Ofbeldið sem Rasmus varð fyrir kom Jens í opna skjöldu. „Ég hef alltaf upplifað Færeyinga sem gott fólk sem er nánast að leka niður af einskærri góðmennsku. Þeir vilja allt fyrir alla gera. Þetta stangast því mjög á við þá ímynd sem maður hafði af þeim.“ Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður þekkir vel til í Færeyjum. „Fyrst þegar ég kom þarna var ég með Frjáls Palestína-barmmerki, eins og annar hver maður er með hér,“ segir hann. „Í Norræna húsinu í Þórshöfn var ég vinsamlegast beðinn um að taka merkið niður ef ég ætlaði ekki að lenda í vandræðum. Færeyingar eru víst svona miklir vinir Ísraels. Það fólk sem ég þekki er upp til hópa framsækið og opið en það er vandræðamál hvað er mikið af Gunnar í Krossinum-legu liði þarna. Gunnar er talinn vera frík hérna á Íslandi en í Færeyjum eru þeir sem eitthvað mótmæla trúarofstækinu taldir vera frík.“ Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður hefur nokkrum sinnum komið til Færeyja og síðast í október þegar hann dæmdi hljómsveitakeppni ásamt Arnari Eggert. „Maður finnur lítið fyrir trúarhitanum meðal tónlistarmanna,“ segir hann, „og ég held að þetta sé nú aðallega hjá gamla settinu. Fyrir keppnina funduðum við með tónlistarfólkinu og bentum þeim á það að það eru oft listamenn sem leiða réttindabaráttu ýmiss konar. Þeir tóku vel í þetta og bandið sem vann, Deja Vu, tileinkaði Rasmusi lagið sem þau spiluðu þegar sigurinn var í höfn. Síðan hafa verið heitar umræður um þetta á netinu og á bloggsíðum svo maður vonar bara það besta.“
Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira