Fótbolti

Guðmundur gerir það gott

Sænska knattspyrnuliðið Skövde tryggði sér á laugardag sæti í þriðju efstu deild þar í landi, en þjálfari liðsins er Guðmundur Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Víkings hér á landi. Guðmundur hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár en hann varð meðal annars Íslandsmeistari með Víkingum árið 1991.

Árangur Guðmundar með Skövde hefur vakið töluverða athygli því þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum árum sem liðið vinnur sig upp um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×