Fótbolti

Æfir með Malmö í viku

Þórhildur Stefánsdóttir, fimmtán ára leikmaður með HK, mun síðar í mánuðinum halda til Svíþjóðar þar sem hún mun æfa með unglingaliði Malmö í eina viku en aðallið félagsins leikur í sænsku úrvalsdeildinni.

Tvær íslenskar knattspyrnukonur leika með því, landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir og Valsarinn Dóra Stefánsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×