Raddir geðsjúkra heyrist 25. ágúst 2006 07:15 Birgir Páll Hjartarson „Markmið okkar er að boða nýjar leiðir í bata fyrir geðsjúka,“ segir Birgir Páll Hjartarson, einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar Bylting í bata sem haldin var á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni, sem haldin var af Hugarafli, var meðal annars rætt um nýjar og breyttar leiðir í meðferð geðsjúkra og lögð áhersla á að raddir þeirra heyrist í kerfinu. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna en aðalfyrirlesari hennar var Judi Chamberlin, sem haldið hefur fyrirlestra um þetta málefni víða um heim. Judi var greind með geðklofa en náði bata með því að nota óhefðbundnar aðferðir. Judi er guðmóðir valdeflingarkerfisins, sem er eins konar leiðbeiningarkerfi fyrir geðsjúka. Lykilþættir valdeflingar eru aðgengi geðsjúka að upplýsingum og úrræðum, vald til ákvarðanatöku, meðvitund um réttindi og efling sjálfsmyndar, svo eitthvað sé nefnt. Í fyrirlestri sínum í gær gagnrýndi Judi hefðbundnar meðferðir geðsjúkra, sem ganga út á að sjúklingurinn hittir einungis aðra sjúklinga. Í staðinn segir hún mikilvægt að sjúklingurinn hitti einhvern sem er búinn að fara í gegnum allt sjúkdómsferlið og hefur upplifað bata. Birgir segir mikilvægt að auka fjölbreytnina í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og að minnka áhersluna á lyfjanotkun. „Með þessu er ég ekki að segja að lyf séu óþörf en ég tel mikilvægt að horfa á aðrar leiðir í meðferð. Það er alveg ljóst að núverandi meðferðarform er ekki að skila fullnægjandi árangri í bata.“ Þessu til stuðnings nefnir Birgir aukinn lyfjakostnað og fjölgun öryrkja vegna geðsjúkdóma. „Í Hugarafli ræður sjúklingurinn ferðinni í stað þess að vera mataður.“ Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur er einn fyrirlesara ráðstefnunnar, en hún starfar með Hugarafli. Ása sem starfaði á geðdeild LSH í 25 ár segist hafa orðið vör við ákveðnar hindranir í því stóra kerfi. „Í Hugarafli felst ákveðið frelsi og þar eru ekki þeir múrar sem ég fann fyrir á geðdeild LSH. Hugarafl býður einnig upp á fleiri möguleika til að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur.“ Ása segist finna fyrir jákvæðum viðhorfum í Hugarafli en þar eru sjúklingar kallaðir notendur sem er hluti af réttindabaráttu þeirra. Um 250 manns sóttu ráðstefnuna og voru þátttakendur meðal annars iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk. Innlent Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira
„Markmið okkar er að boða nýjar leiðir í bata fyrir geðsjúka,“ segir Birgir Páll Hjartarson, einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar Bylting í bata sem haldin var á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni, sem haldin var af Hugarafli, var meðal annars rætt um nýjar og breyttar leiðir í meðferð geðsjúkra og lögð áhersla á að raddir þeirra heyrist í kerfinu. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna en aðalfyrirlesari hennar var Judi Chamberlin, sem haldið hefur fyrirlestra um þetta málefni víða um heim. Judi var greind með geðklofa en náði bata með því að nota óhefðbundnar aðferðir. Judi er guðmóðir valdeflingarkerfisins, sem er eins konar leiðbeiningarkerfi fyrir geðsjúka. Lykilþættir valdeflingar eru aðgengi geðsjúka að upplýsingum og úrræðum, vald til ákvarðanatöku, meðvitund um réttindi og efling sjálfsmyndar, svo eitthvað sé nefnt. Í fyrirlestri sínum í gær gagnrýndi Judi hefðbundnar meðferðir geðsjúkra, sem ganga út á að sjúklingurinn hittir einungis aðra sjúklinga. Í staðinn segir hún mikilvægt að sjúklingurinn hitti einhvern sem er búinn að fara í gegnum allt sjúkdómsferlið og hefur upplifað bata. Birgir segir mikilvægt að auka fjölbreytnina í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og að minnka áhersluna á lyfjanotkun. „Með þessu er ég ekki að segja að lyf séu óþörf en ég tel mikilvægt að horfa á aðrar leiðir í meðferð. Það er alveg ljóst að núverandi meðferðarform er ekki að skila fullnægjandi árangri í bata.“ Þessu til stuðnings nefnir Birgir aukinn lyfjakostnað og fjölgun öryrkja vegna geðsjúkdóma. „Í Hugarafli ræður sjúklingurinn ferðinni í stað þess að vera mataður.“ Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur er einn fyrirlesara ráðstefnunnar, en hún starfar með Hugarafli. Ása sem starfaði á geðdeild LSH í 25 ár segist hafa orðið vör við ákveðnar hindranir í því stóra kerfi. „Í Hugarafli felst ákveðið frelsi og þar eru ekki þeir múrar sem ég fann fyrir á geðdeild LSH. Hugarafl býður einnig upp á fleiri möguleika til að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur.“ Ása segist finna fyrir jákvæðum viðhorfum í Hugarafli en þar eru sjúklingar kallaðir notendur sem er hluti af réttindabaráttu þeirra. Um 250 manns sóttu ráðstefnuna og voru þátttakendur meðal annars iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk.
Innlent Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira