Herinn í Taílandi framdi valdarán 20. september 2006 07:15 Taílenskir hermenn umkringja stjórnarráðshúsið Herinn hóf valdarán í Taílandi í gær, meðan Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, var í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Herinn náði valdi á helstu stjórnarbyggingum og sjónvarpsstöðum og lýsti yfir stuðningi við konung ríkisins. MYND/AP Yfirstjórn taílenska hersins fyrirskipaði skriðdrekahermönnum í gær að umkringja stjórnarráðið og setti herlög í landinu. Stjórnarskrá Taílands var numin úr gildi og dagskrá sjónvarpsstöðva slitið. Á skjánum sáust einungis textaboð sem skipuðu fólki að halda sig heima við og að nánari útskýringar kæmu von bráðar. Á sjónvarpsstöð hersins sást hins vegar mynd af konungshjónunum og spiluð valdaránstónlist, það er tónlist sem herinn hefur spilað í valdaránum fyrri tíma. Herinn tilkynnti seinna um kvöldið að stjórnartaumar væru nú í höndum Ráðs um stjórnsýslulegar umbætur og sór konungi landsins hollustu. Ríkissjónvarpið birti svo yfirlýsingu frá Sondhi Boonyaratkalin yfirhershöfðingja, þar sem hann skipaði öllum hermönnum að gefa sig samstundis fram við yfirmenn sína og halda síðan kyrru fyrir í herbúðum. Herinn hefði náð völdum í Bangkok og nágrenni, án nokkurrar mótstöðu. Thaksin Shinawatra forsætisráðherra var staddur í New York þar sem hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, en ávarpi hans var flýtt um einn dag vegna valdaránsins. Shinawatra lýsti yfir neyðarástandi í Taílandi og leysti yfirhershöfðingjann frá störfum. Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við Fréttablaðið að nokkuð órólegt væri í borginni. Ég var á leið út í tíu-ellefu verslun þegar ég var stoppaður á götunni og sendur aftur heim á hótel. Það voru allir hlaupandi í eina átt úti á götu, alveg eins og í bíómyndunum. Ólafur segir það hafa verið tímaspursmál hvenær herinn tæki völdin í sínar hendur, því óánægjan í landinu hafi verið afar mikil og herinn sé vanur að grípa inn í atburðarásina þegar svo standi á. Það hafa verið dagleg mótmæli út af ýmsum spillingarmálum Thaksins, sagði Ólafur, Herinn hefur leyst upp þing eitthvað um fjórtán sinnum á síðustu sextíu til sjötíu árum. Vesturlandabúarnir sem hafa verið hér lengur en ég eru á taugum og segja að nú gætu stúdentar farið út á götu að mótmæla. Það var víst mannfall í síðasta valdaráni. Friðsamlegt var þó í höfuðborginni þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Erlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Yfirstjórn taílenska hersins fyrirskipaði skriðdrekahermönnum í gær að umkringja stjórnarráðið og setti herlög í landinu. Stjórnarskrá Taílands var numin úr gildi og dagskrá sjónvarpsstöðva slitið. Á skjánum sáust einungis textaboð sem skipuðu fólki að halda sig heima við og að nánari útskýringar kæmu von bráðar. Á sjónvarpsstöð hersins sást hins vegar mynd af konungshjónunum og spiluð valdaránstónlist, það er tónlist sem herinn hefur spilað í valdaránum fyrri tíma. Herinn tilkynnti seinna um kvöldið að stjórnartaumar væru nú í höndum Ráðs um stjórnsýslulegar umbætur og sór konungi landsins hollustu. Ríkissjónvarpið birti svo yfirlýsingu frá Sondhi Boonyaratkalin yfirhershöfðingja, þar sem hann skipaði öllum hermönnum að gefa sig samstundis fram við yfirmenn sína og halda síðan kyrru fyrir í herbúðum. Herinn hefði náð völdum í Bangkok og nágrenni, án nokkurrar mótstöðu. Thaksin Shinawatra forsætisráðherra var staddur í New York þar sem hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, en ávarpi hans var flýtt um einn dag vegna valdaránsins. Shinawatra lýsti yfir neyðarástandi í Taílandi og leysti yfirhershöfðingjann frá störfum. Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við Fréttablaðið að nokkuð órólegt væri í borginni. Ég var á leið út í tíu-ellefu verslun þegar ég var stoppaður á götunni og sendur aftur heim á hótel. Það voru allir hlaupandi í eina átt úti á götu, alveg eins og í bíómyndunum. Ólafur segir það hafa verið tímaspursmál hvenær herinn tæki völdin í sínar hendur, því óánægjan í landinu hafi verið afar mikil og herinn sé vanur að grípa inn í atburðarásina þegar svo standi á. Það hafa verið dagleg mótmæli út af ýmsum spillingarmálum Thaksins, sagði Ólafur, Herinn hefur leyst upp þing eitthvað um fjórtán sinnum á síðustu sextíu til sjötíu árum. Vesturlandabúarnir sem hafa verið hér lengur en ég eru á taugum og segja að nú gætu stúdentar farið út á götu að mótmæla. Það var víst mannfall í síðasta valdaráni. Friðsamlegt var þó í höfuðborginni þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Erlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira