Tveir menn slösuðust illa í nautahlaupinu í Pamplona 11. júlí 2006 07:45 Óvæntur snúningur Þessum þátttakanda í nautahlaupinu varð ekki um sel þegar á hólminn var komið og hætti við í miðju kafi í gær, en boli lét ekki segjast og elti hann inn á áhorfendasvæðið á nautaatsvellinum við litla hrifningu áhorfenda. Þrettán manns hafa beðið bana í árlegum nautahlaupum í Pamplona síðan árið 1924, en fjölmargir slasast. MYND/AP Spænskur þátttakandi í árlegu nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona fékk nautshorn í annað lærið í gær og þurfti að gangast undir aðgerð. Annar þátttakandinn, 31 árs Bandaríkjamaður, dvelur enn á gjörgæsludeild í sjúkrahúsi í borginni, lamaður að hluta eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins á föstudag. Fór líðan hans versnandi í gær, að sögn Begona Lopez, talskonu hátíðarinnar. Hlaupin fara þannig fram að hundruð eða þúsundir manna í leit að spennu hlaupa um þröngar götur Pamplona undan nokkrum stórvöxnum og mislyndum nautum sem sleppt er snemma morguns úr stórgriparétt nokkurri í miðborg borgarinnnar. Endar hlaupið svo á nautaatsvelli átta hundruð metrum frá réttinni. Margir þátttakendanna eru íklæddir hvítum og rauðum fötum, en rauði liturinn er almennt talinn æsa nautin, og fylgir mikil drykkja oft níu daga hátíðinni þrátt fyrir hættuna sem fylgir hlaupinu. Þrettán manns hafa beðið bana á San Fermin hátíðinni í Pamplona síðan 1924, síðast árið 1995, og tugir manna hafa slasast, margir alvarlega. Í gær tóku sex vel hyrnd naut þátt í hlaupinu, en það var fjórða hlaupið af átta sem fram fara í ár. Jafnframt tóku meira en fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu, sem lokið var á tveimur mínútum og tveimur sekúndum. Eingöngu einn maður varð fyrir nauti í gær, en auk hans var ungur Madrídarbúi lagður inn á sjúkrahús vegna minniháttar andlitsáverka, að sögn Lopez. Nautin sem notuð voru í gær komu öll frá sama búgarðinum, sem þekktur er fyrir að rækta sérlega hættuleg naut, en á seinustu tuttugu árum hafa naut þaðan stungið 37 manns í nautahlaupunum í Pamplona. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt hlaupinu harðlega og halda árlega mótmæli í borginni fyrir hátíðina og meðan á henni stendur. Oft eru þeir lítið eða ekki klæddir, til að vekja frekari athygli. Rekja má upptök San Fermin hátíðarinnar, sem haldin er árlega í Pamplona, aftur til 16. aldar, en rætur hennar ná þó enn lengra aftur, eða til þess tíma þegar Spánverjar fyrst tóku kristna trú. Hins vegar náði hátíðin fyrst þeim miklu vinsældum sen hún nýtur nú þegar Ernest Hemingway lýsti henni í skáldsögu sinni "The Sun Also Rises" árið 1926. Erlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Spænskur þátttakandi í árlegu nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona fékk nautshorn í annað lærið í gær og þurfti að gangast undir aðgerð. Annar þátttakandinn, 31 árs Bandaríkjamaður, dvelur enn á gjörgæsludeild í sjúkrahúsi í borginni, lamaður að hluta eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins á föstudag. Fór líðan hans versnandi í gær, að sögn Begona Lopez, talskonu hátíðarinnar. Hlaupin fara þannig fram að hundruð eða þúsundir manna í leit að spennu hlaupa um þröngar götur Pamplona undan nokkrum stórvöxnum og mislyndum nautum sem sleppt er snemma morguns úr stórgriparétt nokkurri í miðborg borgarinnnar. Endar hlaupið svo á nautaatsvelli átta hundruð metrum frá réttinni. Margir þátttakendanna eru íklæddir hvítum og rauðum fötum, en rauði liturinn er almennt talinn æsa nautin, og fylgir mikil drykkja oft níu daga hátíðinni þrátt fyrir hættuna sem fylgir hlaupinu. Þrettán manns hafa beðið bana á San Fermin hátíðinni í Pamplona síðan 1924, síðast árið 1995, og tugir manna hafa slasast, margir alvarlega. Í gær tóku sex vel hyrnd naut þátt í hlaupinu, en það var fjórða hlaupið af átta sem fram fara í ár. Jafnframt tóku meira en fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu, sem lokið var á tveimur mínútum og tveimur sekúndum. Eingöngu einn maður varð fyrir nauti í gær, en auk hans var ungur Madrídarbúi lagður inn á sjúkrahús vegna minniháttar andlitsáverka, að sögn Lopez. Nautin sem notuð voru í gær komu öll frá sama búgarðinum, sem þekktur er fyrir að rækta sérlega hættuleg naut, en á seinustu tuttugu árum hafa naut þaðan stungið 37 manns í nautahlaupunum í Pamplona. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt hlaupinu harðlega og halda árlega mótmæli í borginni fyrir hátíðina og meðan á henni stendur. Oft eru þeir lítið eða ekki klæddir, til að vekja frekari athygli. Rekja má upptök San Fermin hátíðarinnar, sem haldin er árlega í Pamplona, aftur til 16. aldar, en rætur hennar ná þó enn lengra aftur, eða til þess tíma þegar Spánverjar fyrst tóku kristna trú. Hins vegar náði hátíðin fyrst þeim miklu vinsældum sen hún nýtur nú þegar Ernest Hemingway lýsti henni í skáldsögu sinni "The Sun Also Rises" árið 1926.
Erlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira