Gerald Ford látinn 27. desember 2006 12:30 Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í gærkvöld, 93 ára að aldri. Ford verður seint talinn í hópi tilþrifamestu forseta landsins enda var hann aldrei kjörinn af þjóð sinni í embættið. Enginn Bandaríkjaforseti hefur náð hærri aldri en Gerald Ford en hann var 93 ára og 122 daga gamall þegar hann andaðist. Hann hafði átt við ýmis konar veikindi að stríða síðustu æviár sín en dánarorsök hans hefur hins vegar enn ekki verið gefin upp. Valdatíð Geralds Fords var ekki ýkja löng en engu að síður allmerkileg, sérstaklega fyrir þá sök að hann komst í þetta valdamesta embætti heims án þess að hafa nokkru sinni fengið til þess umboð frá bandarísku þjóðinni. Hann varð varaforseti Richards Nixon árið 1973 þegar Spiro Agnew varð að segja af sér vegna áburðar um spillingu. Þegar svo Nixon flæktist sjálfur í eigin spillingarvef vegna Watergate-hneykslisins var leiðin greið fyrir Ford í forsetaembættið. Ólíkt forvera sínum var Ford hrósað fyrir hreinskilni, jákvæðni og heiðarleika og í forsetatíð viðurkenndu Bandaríkjamenn loks ósigur sinn í Víetnamstríðinu. Mörgum gramdist hins vegar þegar hann gaf Nixon upp sakir og hefur sá gerningur að líkindum átt stóran þátt í að hann tapaði forsetakosningunum 1976 fyrir demókratanum Jimmy Carter. Á síðari árum bar lítið á Ford, meðal annars vegna veikinda, en eiginkona hans, Betty, hefur hins vegar uppskorið athygli og virðingu fyrir að koma á fót meðferðarstofnun sem við hana er kennd. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kvaðst hún, ásamt allri fjölskyldunni, syrgja eiginmann sinn mjög. Erlent Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í gærkvöld, 93 ára að aldri. Ford verður seint talinn í hópi tilþrifamestu forseta landsins enda var hann aldrei kjörinn af þjóð sinni í embættið. Enginn Bandaríkjaforseti hefur náð hærri aldri en Gerald Ford en hann var 93 ára og 122 daga gamall þegar hann andaðist. Hann hafði átt við ýmis konar veikindi að stríða síðustu æviár sín en dánarorsök hans hefur hins vegar enn ekki verið gefin upp. Valdatíð Geralds Fords var ekki ýkja löng en engu að síður allmerkileg, sérstaklega fyrir þá sök að hann komst í þetta valdamesta embætti heims án þess að hafa nokkru sinni fengið til þess umboð frá bandarísku þjóðinni. Hann varð varaforseti Richards Nixon árið 1973 þegar Spiro Agnew varð að segja af sér vegna áburðar um spillingu. Þegar svo Nixon flæktist sjálfur í eigin spillingarvef vegna Watergate-hneykslisins var leiðin greið fyrir Ford í forsetaembættið. Ólíkt forvera sínum var Ford hrósað fyrir hreinskilni, jákvæðni og heiðarleika og í forsetatíð viðurkenndu Bandaríkjamenn loks ósigur sinn í Víetnamstríðinu. Mörgum gramdist hins vegar þegar hann gaf Nixon upp sakir og hefur sá gerningur að líkindum átt stóran þátt í að hann tapaði forsetakosningunum 1976 fyrir demókratanum Jimmy Carter. Á síðari árum bar lítið á Ford, meðal annars vegna veikinda, en eiginkona hans, Betty, hefur hins vegar uppskorið athygli og virðingu fyrir að koma á fót meðferðarstofnun sem við hana er kennd. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kvaðst hún, ásamt allri fjölskyldunni, syrgja eiginmann sinn mjög.
Erlent Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira