Bílsprengja sprakk í Bagdag í dag og fórust 15 manns og 30 særðust. Sprengingin varð í Adhamiya hverfinu í Bagdad en í því búa mestmegnis súnníar.
Fyrr í dag sprungu þrjár bílsprengjur, nær samtímis, og létust 25 og 55 særðust í þeirri árás og er þetta því fjórða bílsprengjan sem springur í dag. Alls hafa því um 40 manns látist og 85 særst í sprengjutilræðum í höfuðborg Íraks í dag.