Vilja eyða óvissu hjá erlendum konum 26. ágúst 2006 19:13 Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps. Útgáfu á atvinnuleyfum var breytt í fyrrahaust á þann hátt að ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta nú forgangs til atvinnuleyfa á Íslandi. Þetta hefur haft í för með sér að erfiðara er fyrir fólk utan EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Samtök kvenna af erlendum uppruna benda á að þetta geri erlendum konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna erfiðara um vik að yfirgefa þá því þær eigi yfir höfði sér brottvísun úr landi. Slík mál þekkjast nú þegar. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna, segir að nú þegar hafi einni konu verið vísað úr landi og mál fimm eða sex kvenna séu nú inni á borði lögfræðings Alþjóðahússins. Á það hefur verið bent að konur í slíkri stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en Sabine segir að slíkt hafi hingað til aðallega verið veitt hælisleitendum. Hún vill lög og reglur verði gerð skýrari svo erlendar konur búi ekki við óöryggi um stöðu sína. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að mati Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segir að hingað til hafi menn skoðað hvert mál fyrir sig en ef fólk telji að eitthvað megi betur fara þannig að staða þessa hóps verði betri sé sjálfsagt að skoða það. Réttarstaðan verði hins vegar aldrei eins góð og hjá ríkisborgurum innan EES. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps. Útgáfu á atvinnuleyfum var breytt í fyrrahaust á þann hátt að ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta nú forgangs til atvinnuleyfa á Íslandi. Þetta hefur haft í för með sér að erfiðara er fyrir fólk utan EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Samtök kvenna af erlendum uppruna benda á að þetta geri erlendum konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna erfiðara um vik að yfirgefa þá því þær eigi yfir höfði sér brottvísun úr landi. Slík mál þekkjast nú þegar. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna, segir að nú þegar hafi einni konu verið vísað úr landi og mál fimm eða sex kvenna séu nú inni á borði lögfræðings Alþjóðahússins. Á það hefur verið bent að konur í slíkri stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en Sabine segir að slíkt hafi hingað til aðallega verið veitt hælisleitendum. Hún vill lög og reglur verði gerð skýrari svo erlendar konur búi ekki við óöryggi um stöðu sína. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að mati Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segir að hingað til hafi menn skoðað hvert mál fyrir sig en ef fólk telji að eitthvað megi betur fara þannig að staða þessa hóps verði betri sé sjálfsagt að skoða það. Réttarstaðan verði hins vegar aldrei eins góð og hjá ríkisborgurum innan EES.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira