Vilja eyða óvissu hjá erlendum konum 26. ágúst 2006 19:13 Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps. Útgáfu á atvinnuleyfum var breytt í fyrrahaust á þann hátt að ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta nú forgangs til atvinnuleyfa á Íslandi. Þetta hefur haft í för með sér að erfiðara er fyrir fólk utan EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Samtök kvenna af erlendum uppruna benda á að þetta geri erlendum konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna erfiðara um vik að yfirgefa þá því þær eigi yfir höfði sér brottvísun úr landi. Slík mál þekkjast nú þegar. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna, segir að nú þegar hafi einni konu verið vísað úr landi og mál fimm eða sex kvenna séu nú inni á borði lögfræðings Alþjóðahússins. Á það hefur verið bent að konur í slíkri stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en Sabine segir að slíkt hafi hingað til aðallega verið veitt hælisleitendum. Hún vill lög og reglur verði gerð skýrari svo erlendar konur búi ekki við óöryggi um stöðu sína. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að mati Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segir að hingað til hafi menn skoðað hvert mál fyrir sig en ef fólk telji að eitthvað megi betur fara þannig að staða þessa hóps verði betri sé sjálfsagt að skoða það. Réttarstaðan verði hins vegar aldrei eins góð og hjá ríkisborgurum innan EES. Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps. Útgáfu á atvinnuleyfum var breytt í fyrrahaust á þann hátt að ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta nú forgangs til atvinnuleyfa á Íslandi. Þetta hefur haft í för með sér að erfiðara er fyrir fólk utan EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Samtök kvenna af erlendum uppruna benda á að þetta geri erlendum konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna erfiðara um vik að yfirgefa þá því þær eigi yfir höfði sér brottvísun úr landi. Slík mál þekkjast nú þegar. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna, segir að nú þegar hafi einni konu verið vísað úr landi og mál fimm eða sex kvenna séu nú inni á borði lögfræðings Alþjóðahússins. Á það hefur verið bent að konur í slíkri stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en Sabine segir að slíkt hafi hingað til aðallega verið veitt hælisleitendum. Hún vill lög og reglur verði gerð skýrari svo erlendar konur búi ekki við óöryggi um stöðu sína. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að mati Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segir að hingað til hafi menn skoðað hvert mál fyrir sig en ef fólk telji að eitthvað megi betur fara þannig að staða þessa hóps verði betri sé sjálfsagt að skoða það. Réttarstaðan verði hins vegar aldrei eins góð og hjá ríkisborgurum innan EES.
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira