Verði ekki vísað úr landi 26. ágúst 2006 08:45 Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður vinstri grænna, lagði fram tvö frumvörp á vorþingi 2004 um réttindi útlendinga og þá sérstaklega kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sína. Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson munu endurflytja frumvörpin í haust og ef þau verða samþykkt verður konum utan EES-svæðisins ekki vísað úr landi við skilnað hafi þær verið beittar heimilisofbeldi. Frumvörpin voru einnig endurflutt árin 2004-5 og 2005-6, en komust aldrei í gegnum nefnd og fengu ekki afgreiðslu þingsins. Þau fóru í fyrstu umræðu í þinginu og síðan í nefndirnar og þar hafa þau ætíð sofnað. Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á því að frumvörp frá stjórnarandstöðunni nái fram að ganga, jafnvel þegar um svo brýn málefni er að ræða. Það er mín skýring á þessu. Einnig hef ég flutt þetta mál sem breytingartilllögu á lögum um útlendinga. Ég hef fylgt þessu eftir mjög stíft en ekki haft erindi sem erfiði, segir Atli. Atli telur að brottrekstur erlendra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sé í andstöðu við alþjóðasamning nr. 10/1979, um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland hefur samþykkt. Haft var eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í fyrradag að konur í þessari stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og fengið í kjölfarið atvinnuleyfi á þeim forsendum, en lögfræðingur Alþjóðahúss telur að sú leið hafi ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt mjög sjaldan og ég veit ekki um nein tilfelli nema í tengslum við hælisumsóknir. Eins og ástæður hafa verið hingað til fannst mér þetta ekki líkleg leið, segir Margrét, en fagnar því verði erlendum konum, sem beittar hafi verið ofbeldi, gert kleift að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem og atvinnuleyfi. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins. Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður vinstri grænna, lagði fram tvö frumvörp á vorþingi 2004 um réttindi útlendinga og þá sérstaklega kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sína. Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson munu endurflytja frumvörpin í haust og ef þau verða samþykkt verður konum utan EES-svæðisins ekki vísað úr landi við skilnað hafi þær verið beittar heimilisofbeldi. Frumvörpin voru einnig endurflutt árin 2004-5 og 2005-6, en komust aldrei í gegnum nefnd og fengu ekki afgreiðslu þingsins. Þau fóru í fyrstu umræðu í þinginu og síðan í nefndirnar og þar hafa þau ætíð sofnað. Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á því að frumvörp frá stjórnarandstöðunni nái fram að ganga, jafnvel þegar um svo brýn málefni er að ræða. Það er mín skýring á þessu. Einnig hef ég flutt þetta mál sem breytingartilllögu á lögum um útlendinga. Ég hef fylgt þessu eftir mjög stíft en ekki haft erindi sem erfiði, segir Atli. Atli telur að brottrekstur erlendra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sé í andstöðu við alþjóðasamning nr. 10/1979, um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland hefur samþykkt. Haft var eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í fyrradag að konur í þessari stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og fengið í kjölfarið atvinnuleyfi á þeim forsendum, en lögfræðingur Alþjóðahúss telur að sú leið hafi ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt mjög sjaldan og ég veit ekki um nein tilfelli nema í tengslum við hælisumsóknir. Eins og ástæður hafa verið hingað til fannst mér þetta ekki líkleg leið, segir Margrét, en fagnar því verði erlendum konum, sem beittar hafi verið ofbeldi, gert kleift að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem og atvinnuleyfi. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins.
Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira