Stuðningurinn hófst í febrúar 2003 24. janúar 2005 00:01 Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar. Íslensk stjórnvöld lofuðu stuðningi við Bandaríkjamenn vegna innrásar í Írak þegar í lok febrúar árið 2003. Bæði var leyft að herflugvélar mættu fljúga um lofthelgi landsins og eins hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli eftir því sem þurfta þætti. Þetta fékkst staðfest í utanríkisráðuneytinu í dag. Ísland var þar í hópi fjörutíu og einnar þjóðar, þar af áttu þrjátíu þeirra eftir að vera á lista hinna viljugu þjóða. Þegar sá listi var birtur 18. mars sama ár lýsti Bandaríkjastjórn því yfir að fimmtán aðrar þjóðir styddu innrásina sem hefðu beðist undan að gera það opinberlega. Þá voru ein eða tvær þjóðir sem voru teknar af listanum þar sem þær höfðu lent þar inni gegn vilja sínum. Daginn eftir að listinn var birtur hvarf nafn Íslands af honum um tíma og menn hafa viljað túlka það svo að ósamkomulag hafi verið um það hjá ráðamönnum hér hvort nafn Íslands ætti að vera þar. Hvað sem er satt í því dúkkaði nafn landsins upp aftur fljótlega. Það er ljóst að þær þjóðir sem lofuðu Bandaríkjamönnum pólitískum stuðningi á lista hinna viljugu þjóða voru mestmegnis þær sömu og lofuðu hernaðarlegum stuðningi hvað varðaði afnot af landi eða lofthelgi í febrúar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þráfaldlega yfir áður en nafn Íslands birtist á þessum lista, síðast í viðtali þann 17. mars árið 2003, daginn áður en hann var birtur með nafni Íslands, að hann teldi að öryggisráðið ætti að eiga síðasta orðið um Íraksdeiluna. Þá hafa þó verið liðnar að minnsta kosti þrjár vikur frá því að Ísland leyfði að flogið yrði um lofthelgi landsins og að herflugvélar hefðu hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Halldór hefur sagt að bandaríska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um stuðninginn eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars. Þá varð stuðningur Íslands opinber ásamt stuðningi 29 annarra þjóða. Bandaríska sendiráðið neitar að upplýsa hvenær íslensk stjórnvöld skýrðu frá því að þau styddu innrásina í Írak og nafn landsins mætti birta á lista hinna viljugu þjóða. Hið sama gerði bandaríska utanríkisráðuneytið og vísa á utanríkisráðuneytið hér á landi. Albert Jónsson, sendiherra þar, sagðist ekki vita hvort slíkar upplýsingar væri að finna í ráðuneytinu. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar. Íslensk stjórnvöld lofuðu stuðningi við Bandaríkjamenn vegna innrásar í Írak þegar í lok febrúar árið 2003. Bæði var leyft að herflugvélar mættu fljúga um lofthelgi landsins og eins hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli eftir því sem þurfta þætti. Þetta fékkst staðfest í utanríkisráðuneytinu í dag. Ísland var þar í hópi fjörutíu og einnar þjóðar, þar af áttu þrjátíu þeirra eftir að vera á lista hinna viljugu þjóða. Þegar sá listi var birtur 18. mars sama ár lýsti Bandaríkjastjórn því yfir að fimmtán aðrar þjóðir styddu innrásina sem hefðu beðist undan að gera það opinberlega. Þá voru ein eða tvær þjóðir sem voru teknar af listanum þar sem þær höfðu lent þar inni gegn vilja sínum. Daginn eftir að listinn var birtur hvarf nafn Íslands af honum um tíma og menn hafa viljað túlka það svo að ósamkomulag hafi verið um það hjá ráðamönnum hér hvort nafn Íslands ætti að vera þar. Hvað sem er satt í því dúkkaði nafn landsins upp aftur fljótlega. Það er ljóst að þær þjóðir sem lofuðu Bandaríkjamönnum pólitískum stuðningi á lista hinna viljugu þjóða voru mestmegnis þær sömu og lofuðu hernaðarlegum stuðningi hvað varðaði afnot af landi eða lofthelgi í febrúar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þráfaldlega yfir áður en nafn Íslands birtist á þessum lista, síðast í viðtali þann 17. mars árið 2003, daginn áður en hann var birtur með nafni Íslands, að hann teldi að öryggisráðið ætti að eiga síðasta orðið um Íraksdeiluna. Þá hafa þó verið liðnar að minnsta kosti þrjár vikur frá því að Ísland leyfði að flogið yrði um lofthelgi landsins og að herflugvélar hefðu hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Halldór hefur sagt að bandaríska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um stuðninginn eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars. Þá varð stuðningur Íslands opinber ásamt stuðningi 29 annarra þjóða. Bandaríska sendiráðið neitar að upplýsa hvenær íslensk stjórnvöld skýrðu frá því að þau styddu innrásina í Írak og nafn landsins mætti birta á lista hinna viljugu þjóða. Hið sama gerði bandaríska utanríkisráðuneytið og vísa á utanríkisráðuneytið hér á landi. Albert Jónsson, sendiherra þar, sagðist ekki vita hvort slíkar upplýsingar væri að finna í ráðuneytinu.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira