Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik 15. júní 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Sveinbjörn Kristjánsson var einn sakborninga viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í dag en hann var jafnframt sá eini sem var sýknaður. Samtals voru sakborningarnir fimm dæmdir til að greiða um 100 milljónir króna. Þar af var Kristjáni Ragnari Kristjánssyni gert að greiða tæplega 66 milljónir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir skattalagabrot við rekstur á fimm hlutafélögum. Málið snerist um vanskil á 56 milljónum króna, en nokkur hluti upphæðarinnar hefur verið greiddur en eftir gjalddaga. Kristján Ragnar Kristjánsson var ákærður og sakfelldur fyrir öll brotin en hinir fyrir hluta þeirra. Kristján Ragnar var dæmdur til að greiða 65,8 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til að greiða 15,2 milljónir króna innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í átta mánuði og Árna Þór Vigfússyni var gert að greiða 8,6 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fimm mánuði. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var honum gert að greiða sjö milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Kristjáns Ragnars, segir dóminn í samræmi við dómaframkvæmdir en hann segir lögin aftur á móti vera slæm. Niðurstaðan sé í eðli sínu ósanngjörn en það sé ekki við dómarana að sakast heldur lögin eins og þau séu í dag. Brynjari finnst ósanngjarnt að Kristján skuli fá þessa refsingu þar sem hann hafi aðeins komið að þremur fyrirtækjanna til að ganga frá og standa skil á skuldum. Það hafi hins vegar verið eftir gjalddaga og því telst brotið fullframið. Brynjar segir að sjálfsagt hefði Kristján fengið sama dóm hefði hann stungið öllu fénu í eigin vasa og ekki borgað neitt. Að þessu leyti séu lögin ósanngjörn, en þau bindi dómarana með ákveðna lágmarksrefsingu og þá skipti engu máli hvernig málið sé tilkomið eða hvað sé gert við peningana og hvort greitt sé til baka eða ekki. Þessu þurfi að breyta og það hafi verið hugmyndir um það en þær hafi ekki náðst í gegn á þingi. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, og Eyþór Arnalds, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Lífsstíls, voru ekki ákærðir þar sem þeir þóttu ekki bera ábyrgð eða ekki þótti hægt að sanna að þeir hafi vitað hvernig málin stæðu. Þetta gagnrýndu verjendur í málflutningi sínum og segja að þar hafi mönnum í sömu stöðu verið mismunað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Sveinbjörn Kristjánsson var einn sakborninga viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í dag en hann var jafnframt sá eini sem var sýknaður. Samtals voru sakborningarnir fimm dæmdir til að greiða um 100 milljónir króna. Þar af var Kristjáni Ragnari Kristjánssyni gert að greiða tæplega 66 milljónir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir skattalagabrot við rekstur á fimm hlutafélögum. Málið snerist um vanskil á 56 milljónum króna, en nokkur hluti upphæðarinnar hefur verið greiddur en eftir gjalddaga. Kristján Ragnar Kristjánsson var ákærður og sakfelldur fyrir öll brotin en hinir fyrir hluta þeirra. Kristján Ragnar var dæmdur til að greiða 65,8 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til að greiða 15,2 milljónir króna innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í átta mánuði og Árna Þór Vigfússyni var gert að greiða 8,6 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fimm mánuði. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var honum gert að greiða sjö milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Kristjáns Ragnars, segir dóminn í samræmi við dómaframkvæmdir en hann segir lögin aftur á móti vera slæm. Niðurstaðan sé í eðli sínu ósanngjörn en það sé ekki við dómarana að sakast heldur lögin eins og þau séu í dag. Brynjari finnst ósanngjarnt að Kristján skuli fá þessa refsingu þar sem hann hafi aðeins komið að þremur fyrirtækjanna til að ganga frá og standa skil á skuldum. Það hafi hins vegar verið eftir gjalddaga og því telst brotið fullframið. Brynjar segir að sjálfsagt hefði Kristján fengið sama dóm hefði hann stungið öllu fénu í eigin vasa og ekki borgað neitt. Að þessu leyti séu lögin ósanngjörn, en þau bindi dómarana með ákveðna lágmarksrefsingu og þá skipti engu máli hvernig málið sé tilkomið eða hvað sé gert við peningana og hvort greitt sé til baka eða ekki. Þessu þurfi að breyta og það hafi verið hugmyndir um það en þær hafi ekki náðst í gegn á þingi. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, og Eyþór Arnalds, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Lífsstíls, voru ekki ákærðir þar sem þeir þóttu ekki bera ábyrgð eða ekki þótti hægt að sanna að þeir hafi vitað hvernig málin stæðu. Þetta gagnrýndu verjendur í málflutningi sínum og segja að þar hafi mönnum í sömu stöðu verið mismunað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Sjá meira