Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik 15. júní 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Sveinbjörn Kristjánsson var einn sakborninga viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í dag en hann var jafnframt sá eini sem var sýknaður. Samtals voru sakborningarnir fimm dæmdir til að greiða um 100 milljónir króna. Þar af var Kristjáni Ragnari Kristjánssyni gert að greiða tæplega 66 milljónir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir skattalagabrot við rekstur á fimm hlutafélögum. Málið snerist um vanskil á 56 milljónum króna, en nokkur hluti upphæðarinnar hefur verið greiddur en eftir gjalddaga. Kristján Ragnar Kristjánsson var ákærður og sakfelldur fyrir öll brotin en hinir fyrir hluta þeirra. Kristján Ragnar var dæmdur til að greiða 65,8 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til að greiða 15,2 milljónir króna innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í átta mánuði og Árna Þór Vigfússyni var gert að greiða 8,6 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fimm mánuði. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var honum gert að greiða sjö milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Kristjáns Ragnars, segir dóminn í samræmi við dómaframkvæmdir en hann segir lögin aftur á móti vera slæm. Niðurstaðan sé í eðli sínu ósanngjörn en það sé ekki við dómarana að sakast heldur lögin eins og þau séu í dag. Brynjari finnst ósanngjarnt að Kristján skuli fá þessa refsingu þar sem hann hafi aðeins komið að þremur fyrirtækjanna til að ganga frá og standa skil á skuldum. Það hafi hins vegar verið eftir gjalddaga og því telst brotið fullframið. Brynjar segir að sjálfsagt hefði Kristján fengið sama dóm hefði hann stungið öllu fénu í eigin vasa og ekki borgað neitt. Að þessu leyti séu lögin ósanngjörn, en þau bindi dómarana með ákveðna lágmarksrefsingu og þá skipti engu máli hvernig málið sé tilkomið eða hvað sé gert við peningana og hvort greitt sé til baka eða ekki. Þessu þurfi að breyta og það hafi verið hugmyndir um það en þær hafi ekki náðst í gegn á þingi. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, og Eyþór Arnalds, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Lífsstíls, voru ekki ákærðir þar sem þeir þóttu ekki bera ábyrgð eða ekki þótti hægt að sanna að þeir hafi vitað hvernig málin stæðu. Þetta gagnrýndu verjendur í málflutningi sínum og segja að þar hafi mönnum í sömu stöðu verið mismunað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Sveinbjörn Kristjánsson var einn sakborninga viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í dag en hann var jafnframt sá eini sem var sýknaður. Samtals voru sakborningarnir fimm dæmdir til að greiða um 100 milljónir króna. Þar af var Kristjáni Ragnari Kristjánssyni gert að greiða tæplega 66 milljónir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir skattalagabrot við rekstur á fimm hlutafélögum. Málið snerist um vanskil á 56 milljónum króna, en nokkur hluti upphæðarinnar hefur verið greiddur en eftir gjalddaga. Kristján Ragnar Kristjánsson var ákærður og sakfelldur fyrir öll brotin en hinir fyrir hluta þeirra. Kristján Ragnar var dæmdur til að greiða 65,8 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til að greiða 15,2 milljónir króna innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í átta mánuði og Árna Þór Vigfússyni var gert að greiða 8,6 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fimm mánuði. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var honum gert að greiða sjö milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Kristjáns Ragnars, segir dóminn í samræmi við dómaframkvæmdir en hann segir lögin aftur á móti vera slæm. Niðurstaðan sé í eðli sínu ósanngjörn en það sé ekki við dómarana að sakast heldur lögin eins og þau séu í dag. Brynjari finnst ósanngjarnt að Kristján skuli fá þessa refsingu þar sem hann hafi aðeins komið að þremur fyrirtækjanna til að ganga frá og standa skil á skuldum. Það hafi hins vegar verið eftir gjalddaga og því telst brotið fullframið. Brynjar segir að sjálfsagt hefði Kristján fengið sama dóm hefði hann stungið öllu fénu í eigin vasa og ekki borgað neitt. Að þessu leyti séu lögin ósanngjörn, en þau bindi dómarana með ákveðna lágmarksrefsingu og þá skipti engu máli hvernig málið sé tilkomið eða hvað sé gert við peningana og hvort greitt sé til baka eða ekki. Þessu þurfi að breyta og það hafi verið hugmyndir um það en þær hafi ekki náðst í gegn á þingi. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, og Eyþór Arnalds, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Lífsstíls, voru ekki ákærðir þar sem þeir þóttu ekki bera ábyrgð eða ekki þótti hægt að sanna að þeir hafi vitað hvernig málin stæðu. Þetta gagnrýndu verjendur í málflutningi sínum og segja að þar hafi mönnum í sömu stöðu verið mismunað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira