Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik 15. júní 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Sveinbjörn Kristjánsson var einn sakborninga viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í dag en hann var jafnframt sá eini sem var sýknaður. Samtals voru sakborningarnir fimm dæmdir til að greiða um 100 milljónir króna. Þar af var Kristjáni Ragnari Kristjánssyni gert að greiða tæplega 66 milljónir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir skattalagabrot við rekstur á fimm hlutafélögum. Málið snerist um vanskil á 56 milljónum króna, en nokkur hluti upphæðarinnar hefur verið greiddur en eftir gjalddaga. Kristján Ragnar Kristjánsson var ákærður og sakfelldur fyrir öll brotin en hinir fyrir hluta þeirra. Kristján Ragnar var dæmdur til að greiða 65,8 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til að greiða 15,2 milljónir króna innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í átta mánuði og Árna Þór Vigfússyni var gert að greiða 8,6 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fimm mánuði. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var honum gert að greiða sjö milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Kristjáns Ragnars, segir dóminn í samræmi við dómaframkvæmdir en hann segir lögin aftur á móti vera slæm. Niðurstaðan sé í eðli sínu ósanngjörn en það sé ekki við dómarana að sakast heldur lögin eins og þau séu í dag. Brynjari finnst ósanngjarnt að Kristján skuli fá þessa refsingu þar sem hann hafi aðeins komið að þremur fyrirtækjanna til að ganga frá og standa skil á skuldum. Það hafi hins vegar verið eftir gjalddaga og því telst brotið fullframið. Brynjar segir að sjálfsagt hefði Kristján fengið sama dóm hefði hann stungið öllu fénu í eigin vasa og ekki borgað neitt. Að þessu leyti séu lögin ósanngjörn, en þau bindi dómarana með ákveðna lágmarksrefsingu og þá skipti engu máli hvernig málið sé tilkomið eða hvað sé gert við peningana og hvort greitt sé til baka eða ekki. Þessu þurfi að breyta og það hafi verið hugmyndir um það en þær hafi ekki náðst í gegn á þingi. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, og Eyþór Arnalds, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Lífsstíls, voru ekki ákærðir þar sem þeir þóttu ekki bera ábyrgð eða ekki þótti hægt að sanna að þeir hafi vitað hvernig málin stæðu. Þetta gagnrýndu verjendur í málflutningi sínum og segja að þar hafi mönnum í sömu stöðu verið mismunað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Sveinbjörn Kristjánsson var einn sakborninga viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í dag en hann var jafnframt sá eini sem var sýknaður. Samtals voru sakborningarnir fimm dæmdir til að greiða um 100 milljónir króna. Þar af var Kristjáni Ragnari Kristjánssyni gert að greiða tæplega 66 milljónir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir skattalagabrot við rekstur á fimm hlutafélögum. Málið snerist um vanskil á 56 milljónum króna, en nokkur hluti upphæðarinnar hefur verið greiddur en eftir gjalddaga. Kristján Ragnar Kristjánsson var ákærður og sakfelldur fyrir öll brotin en hinir fyrir hluta þeirra. Kristján Ragnar var dæmdur til að greiða 65,8 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til að greiða 15,2 milljónir króna innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í átta mánuði og Árna Þór Vigfússyni var gert að greiða 8,6 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fimm mánuði. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var honum gert að greiða sjö milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Kristjáns Ragnars, segir dóminn í samræmi við dómaframkvæmdir en hann segir lögin aftur á móti vera slæm. Niðurstaðan sé í eðli sínu ósanngjörn en það sé ekki við dómarana að sakast heldur lögin eins og þau séu í dag. Brynjari finnst ósanngjarnt að Kristján skuli fá þessa refsingu þar sem hann hafi aðeins komið að þremur fyrirtækjanna til að ganga frá og standa skil á skuldum. Það hafi hins vegar verið eftir gjalddaga og því telst brotið fullframið. Brynjar segir að sjálfsagt hefði Kristján fengið sama dóm hefði hann stungið öllu fénu í eigin vasa og ekki borgað neitt. Að þessu leyti séu lögin ósanngjörn, en þau bindi dómarana með ákveðna lágmarksrefsingu og þá skipti engu máli hvernig málið sé tilkomið eða hvað sé gert við peningana og hvort greitt sé til baka eða ekki. Þessu þurfi að breyta og það hafi verið hugmyndir um það en þær hafi ekki náðst í gegn á þingi. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, og Eyþór Arnalds, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Lífsstíls, voru ekki ákærðir þar sem þeir þóttu ekki bera ábyrgð eða ekki þótti hægt að sanna að þeir hafi vitað hvernig málin stæðu. Þetta gagnrýndu verjendur í málflutningi sínum og segja að þar hafi mönnum í sömu stöðu verið mismunað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira