Gill unir skyrslettudómi 1. júlí 2005 00:01 Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gill játaði í gær að hafa framið húsbrot og stórfelld eignaspjöll en lýsti yfir óánægju með bótakröfu Hótel Nordica, sem var um 2,8 milljónir króna, enda væru skemmdirnar á hótelinu ekki jafnmiklar og haldið væri fram af forsvarsmönnum þess. Hann hefur því vafalaust verið sáttur þegar dómur var kveðinn í málinu í dag þar sem kröfunum var vísað frá. Honum var þó gert að greiða 200 þúsund krónur fyrir allan sakarkostnað. Gill ákvað að áfrýja ekki dóminum og jafnvel eftir að honum var gerð grein fyrir lögbundnum rétti sínum til frests ákvað hann að una niðurstöðunni. Honum var sýnilega létt þegar dómurinn féll og því er óhætt að segja að niðurstaðan sé sigur fyrir mótmælendurna. Gill vildi ekkert tjá sig þegar hann gekk út úr dómsalnum, hvorki um álit sitt á dómnum, frekari mótmælaaðgerðir, né nokkuð annað sem fréttamenn spurðu hann að. Haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin fellur tveggja mánaða fangelsisdómurinn niður. Arna Ösp Magnúsardóttir, sem sletti skyrinu með Gill og Ólafi Páli Sigurðssyni, hefur verið við Kárahnjúka undanfarna daga en hún var mætt í héraðsdóm í hádeginu. Hún vildi líkt og Gill ekkert tjá sig um dóminn né framhaldið þegar viðbragða hennar var leitað. Stuttu síðar gerði fréttamaður aðra tilraun til þess að fá viðbrögð frá Örnu og Gill fyrir utan héraðsdóm, en enn án árangurs. Þau sögðust hvorki vilja tjá sig um dóminn, né það hvort leiðin lægi nú upp á Kárahnjúka þar sem mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum. Ákæran gegn Gill var skilin frá ákærum Örnu og Ólafs Páls en málið gegn þeim verður tekið fyrir í næstu viku. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gill játaði í gær að hafa framið húsbrot og stórfelld eignaspjöll en lýsti yfir óánægju með bótakröfu Hótel Nordica, sem var um 2,8 milljónir króna, enda væru skemmdirnar á hótelinu ekki jafnmiklar og haldið væri fram af forsvarsmönnum þess. Hann hefur því vafalaust verið sáttur þegar dómur var kveðinn í málinu í dag þar sem kröfunum var vísað frá. Honum var þó gert að greiða 200 þúsund krónur fyrir allan sakarkostnað. Gill ákvað að áfrýja ekki dóminum og jafnvel eftir að honum var gerð grein fyrir lögbundnum rétti sínum til frests ákvað hann að una niðurstöðunni. Honum var sýnilega létt þegar dómurinn féll og því er óhætt að segja að niðurstaðan sé sigur fyrir mótmælendurna. Gill vildi ekkert tjá sig þegar hann gekk út úr dómsalnum, hvorki um álit sitt á dómnum, frekari mótmælaaðgerðir, né nokkuð annað sem fréttamenn spurðu hann að. Haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin fellur tveggja mánaða fangelsisdómurinn niður. Arna Ösp Magnúsardóttir, sem sletti skyrinu með Gill og Ólafi Páli Sigurðssyni, hefur verið við Kárahnjúka undanfarna daga en hún var mætt í héraðsdóm í hádeginu. Hún vildi líkt og Gill ekkert tjá sig um dóminn né framhaldið þegar viðbragða hennar var leitað. Stuttu síðar gerði fréttamaður aðra tilraun til þess að fá viðbrögð frá Örnu og Gill fyrir utan héraðsdóm, en enn án árangurs. Þau sögðust hvorki vilja tjá sig um dóminn, né það hvort leiðin lægi nú upp á Kárahnjúka þar sem mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum. Ákæran gegn Gill var skilin frá ákærum Örnu og Ólafs Páls en málið gegn þeim verður tekið fyrir í næstu viku.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira