Tugir látast úr blóðeitrun árlega 30. júní 2005 00:01 Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum. Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt. Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. "Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma. "Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum. Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt." Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu. En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum. "Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í. Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt. Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum. Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt. Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. "Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma. "Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum. Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt." Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu. En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum. "Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í. Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt. Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira