Erfitt að tjá sig ekki 21. október 2005 00:01 Ráðherrar eru pólitískir og þeir hafa ákveðin stefnumál og gegna ákveðnu hlutverki. Það er erfitt fyrir þá að tjá sig ekki um málefni líðandi stundar," segir Sigurður Tómas Magnússon. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra setti í gær Sigurð sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Sigurður er lögfræðingur og hefur frá árinu 1996 til dagsins í dag verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig gegnt embætti formanns dómstólaráðs. Sigurður segist hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunni að hafa verið vanhæfur þegar hann útnefndi hann sem sérstakan saksóknara. „Ég hef ekki séð neitt ennþá sem mér hefur fundist benda í þá áttina að dómsmálaráðherra sé vanhæfur," segir Sigurður. Hann bendir á að vanhæfi sé snúið fyrirbæri eins og Páll Hreinsson, lagadósent við Háskóla Íslands, hefur bent á. Það muni koma í hlut dómstóla að skera endanlega úr um þess háttar vafamál. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, vill lítið tjá sig um málið en undrast afstöðu dómsmálaráðherra. „Það kemur á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skyldi telja sig hæfan til að setja nýjan saksóknara í málinu." Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu á dögunum, en að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra ætlaði hann að taka til meðferðar þær 32 ákærur sem undirréttur og Hæstiréttur höfðu vísað frá dómi. Að athuguðu máli taldi Bogi að fyrir gætu legið vanhæfisástæður og því sagði hann sig frá málinu. Sigurður vill fara varlega í að segja til um hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu. „Það er búið að taka þrjú ár að rannsaka þetta mál og maður stekkur ekki alveg inn í svona verkefni enda þótt ég hefjist handa strax eftir helgina. Mér þætti verra ef þessu verður ekki lokið í febrúar á næsta ári," segir Sigurður. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Ráðherrar eru pólitískir og þeir hafa ákveðin stefnumál og gegna ákveðnu hlutverki. Það er erfitt fyrir þá að tjá sig ekki um málefni líðandi stundar," segir Sigurður Tómas Magnússon. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra setti í gær Sigurð sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Sigurður er lögfræðingur og hefur frá árinu 1996 til dagsins í dag verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig gegnt embætti formanns dómstólaráðs. Sigurður segist hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunni að hafa verið vanhæfur þegar hann útnefndi hann sem sérstakan saksóknara. „Ég hef ekki séð neitt ennþá sem mér hefur fundist benda í þá áttina að dómsmálaráðherra sé vanhæfur," segir Sigurður. Hann bendir á að vanhæfi sé snúið fyrirbæri eins og Páll Hreinsson, lagadósent við Háskóla Íslands, hefur bent á. Það muni koma í hlut dómstóla að skera endanlega úr um þess háttar vafamál. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, vill lítið tjá sig um málið en undrast afstöðu dómsmálaráðherra. „Það kemur á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skyldi telja sig hæfan til að setja nýjan saksóknara í málinu." Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu á dögunum, en að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra ætlaði hann að taka til meðferðar þær 32 ákærur sem undirréttur og Hæstiréttur höfðu vísað frá dómi. Að athuguðu máli taldi Bogi að fyrir gætu legið vanhæfisástæður og því sagði hann sig frá málinu. Sigurður vill fara varlega í að segja til um hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu. „Það er búið að taka þrjú ár að rannsaka þetta mál og maður stekkur ekki alveg inn í svona verkefni enda þótt ég hefjist handa strax eftir helgina. Mér þætti verra ef þessu verður ekki lokið í febrúar á næsta ári," segir Sigurður.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira