Innlent

Ríkissaksóknari kemur ekki að máli

Bogi Nilsson ríkissaksóknari mun ekki koma að meðferð Baugsmálsins svokallað fyrir hönd ákæruvaldsins, eins og tilkynnt var á dögunum, vegna tengsla sinna við endurskoðunarfyrirtæki Baugs. Eftir að öllum ákæruliðum málsins nema átta var vísað frá Hæstarétti, ákærum sem efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafði lagt fram, var málið afhent ríkissaksóknara. Í tilkynningu sem Bogi Nilsson ríkissaksóknari sendi frá sér á þriðja tímanum segir að hjá KPMG Endurskoðun starfi bróðir hans og tveir synir, en tveir hinna ákærðu í málinu starfa eða störfuðu hjá fyrirtækinu, og vegna þessa hafi hann hugleitt hvort þessi starfstengsl þeirra gætu valdið vanhæfi hans sjálfs. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Þá segir ríkissaksóknari að þar sem hann hafi síðar orðið var við að óhlutdrægni hans við meðferð málsins hafi verið dregin í efa vegna framangreindra tengsla hafi hann tilkynnt dómsmálaráðherra að hann telji sig ekki bæran til þess að að stýra athugun á gögnunum á og taka svo ákvörðun um afgreiðslu málsins sem ríkissaksóknari. Því vilji hann að annar löghæfur maður komi að málinu. Dómsmálaráðherra hefur ekki tilkynnt hver muni nú taka við meðferð málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×