Innlent

Tilraun til yfirklórs

"Mér finnst þetta vera tilraun til yfirklórs," segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður, um skýringar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, á birtingu blaðsins á tölvupósti sínum í maí árið 1998. Styrmir sér ekkert athugavert við birtingu póstsins frá Gunnlaugi sem hann kallar fjölpóst þar sem hann var sendur 62 þingmönnum. Gunnlaugur bendir á að pósturinn hafi verið sendur 62 nafngreindum einstaklingum. Þá segir Styrmir að Morgunblaðið hafi upphaflega neitað að birta tölvupóst Össurar. Hins vegar hafi Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skýrt orðrétt frá efni hans í viðtali við Morgunblaðið, og því hafi birtingin verið á hans ábyrgð. "Skýringar Styrmis Gunnarsson eru í einu mikilvægu grundvallaratriði rangar eins og ég mun skýra frá á þeim vettvangi þar sem ég hóf þessa umfjöllun," segir Össur. "Eftir stendur að Styrmir hefur ekki getað skýrt hvers vegna hann lætur eina reglu gilda fyrir sig í tilvikum sem varða hann sjálfan og aðra um okkur sauðsvartan almúgann."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×