Innlent

Dægurtexti í meintu hótunarbréfi

Tryggvi Jónsson, þá forstjóri Baugs, vitnar í vinsælan dægurlagatexta Spilverks þjóðanna í meintu hótunarbréfi til Jóns Geralds Sullenbergers sem vísað er til í frétt Morgunblaðsins í gær. Bréfið var sent í tölvupósti 25. júlí 2002 og lagði Jón Gerald það fram í málaferlum við fyrirtækið í Bandaríkjunum árið 2003. Yfirskrift bréfsins er "Ertu viss?" Bréfið hljóðar svo: "Sæll Jón. Mér þykir afar leiðinlegt að við getum ekki rætt saman eins og maður við mann. Við vorum komir á góðan rekspöl með að klára okkar mál þegar málið tók óvænta stefnu, vegna óuppgerðrar skuldar við Jón Ásgeir að því mér skilst. Ertu viss um að það sé rétt ákvörðun hjá þér að láta persónulegt hatur stýra þínu lífi? Ertu viss um að þú sért að gera sonum þínum rétt? Jón, ef þú vilt skal ég gera það sem ég get til að létta þér róðurinn. En þú verður að vilja það. Spilverk þjóðanna söng einu sinni: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir / heilagt stendur skrifað á blað / Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir / ein lítil býfluga afsannar það / Guð hjálpar þeim sem hjálpast að Og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá skrifa ég undir þennan póst sem: þinn vinur Tryggvi."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×