Innlent

Auðvelt að komast í tölvupóst

Umræðan upp á síðkastið hefur öðrum þræði fjallað um hvernig Fréttablaðið komst yfir tölvupóstsamskipti um aðdraganda Baugsmálsins. Hægt er að beita ýmsum aðferðum til að komast yfir tölvupóst annarra og svo virðist sem ekki þurfi neina sérþekkingu til. Sumar aðferðirnar eru mjög auðveldar en aðrar eru ekki á færi nema sérfræðinga. Friðrik J. Skúlason tölvunarfræðingur nefnir sem dæmi að ef tölva fer í viðgerð sé viðgerðarmanni í lófa lagt að taka afrit af gögnunum. Ef einhver kemst að tölvunni yfirleitt þá á sá hinn sami auðvelt með að taka afrit af hvers kyns gögnum. Kerfisstjórar hafa einnig aðgang að netþjónum þar sem tölvupóstur einstaklinga er geymdur og eiga þeir þá auðvelt með að nálgast hvers kyns gögn. Svo eru til tæknilegar, flóknari leiðir líkt og að hlera símalínur fólks. Friðrik J. Skúlason segir að nefna megi tíu til tólf leiðir færar til að komast í tölvupóst annara. Jónína Benediktsdóttir hefur sagt að hún gruni fyrirtækið OgVodafone um að hafa lekið hennar einkagögnum en þessum ásökunum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins hins vegar vísað á bug. Þeir hafa farið fram á rannsókn póst- og fjarskiptastofnunnar á ásökunum á hendur fyrirtækinu og starfsfólki þess.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×