Innlent

Arnþrúður treysti sér ekki

"Það var bara svolítið persónulegt sem kom upp á sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki í þá einbeitingu sem þarf til þess að vera í beinni útsendingu," segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi sögu. Meiningin var að Arnþrúður yrði til viðtals í Kastljósi Ríkissjónvarpssins á sunnudagskvöld, þar sem hún ætlaði að hafa með sér gögn sem tengdust Baugsmálinu, en af því varð ekki. Hún ítrekar að ekki sé við þáttastjórnendur að sakast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×