Innlent

Og Vodafone óskar eftir rannsókn

Og Vodafone hefur óskað eftir því að Póst- og fjarskiptastofnun rannsaki alvarlegar ásakanir sem bornar hafa verið á fyrirtækið þess efnis að fyrirtækið hafi lekið tölvupósti viðskiptavina sinna. Fyrirtækið telur það með öllu óviðunandi fyrir fyrirtækið, starfsfólk og viðskiptavini að slíkar ásakanir séu bornar fram án rökstuðnings. Þar sem leki á tölvupósti viðskiptavina væri brot á fjarskiptalögum þá hefur Og Vodafone sent beiðni til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem óskað er eftir rannsókn stofnunarinnar. Þetta sé gert il að hægt sé að eyða allri óvissu um trúverðugleika fyrirtækisins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×