Innlent

Styrmir ræðir við starfsmenn

Starfsmannafundur hófst klukkann tvö í húsakynnum Morgunblaðsins þar sem Styrmir Gunnarsson ritstjóri hyggst kynna starfsfólki Morgunblaðsins aðkomu sína að Baugsmálinu. Hann hyggst líka svara spurningum starfsfólks sem kunna að hafa vaknað í kjölfar frétta af því að Styrmir hafði milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi og ræddi þá ráðstöfun meðal annars við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×