Innlent

Hafi sent gögn til Styrmis

MYND/E.Ól
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sem var lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers, sendi gögn skjólstæðings síns til Styrmis Gunnarssonar ritsjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Fréttablaðið segir frá því í dag að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, afrit af fjölmörgum gögnum er vörðuðu mál Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi án samþykkis Jóns Geralds. Samkvæmt siðareglum lögmanna má lögmaður ekki afhenda þriðja aðila gögn nema með samþykki umbjóðanda síns. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttastofu Byljgunnar rétt í þessu að hann vissi ekki til að Jón Steinar hafi áframsent gögn án síns samþykkis og tekur fram að hann treysti Jóni Steinari alfarið til að fara með sín mál. Hann segist aðspurður ekki frá því að hann hafi sent Jóni Steinari tölvupóst á sínum tíma og heimilað honum að senda gögn á Styrmi. Hann muni það hins vegar ekki glögglega þar sem þrjú ár eru síðan þetta gerðist. Ekki náðist í Jón Steinar í morgun en hann segist í Fréttablaðinu í morgun engin gögn hafa sent nema að ósk eða með samþykki Jóns Geralds. Ef Jón Gerald Sullenberger snerist hugur og ákveddi að kvarta undan Jóni Steinari til Lögmannafélags Íslands þyrfti úrskurðarnefnd félagsins að taka afstöðu til málsins. Formaður þeirrar nefndar er Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, en hann er verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×