Innlent

Spyr um einkaspæjara á vegum Baugs

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, varpar í dag fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Geralds Sullenbergers hjá Baugi hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi hans og eiginkonu hans og líf þeirra allt. Í sama dúr spyr Styrmir hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald fjárhagslega og viðskiptalega. Þá greinir Fréttablaðið frá því í dag að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari, sem þá var lögmaður Jóns Geralds, hafi sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, fjölda gagna frá Jóni Gerald, skjólstæðingi sínum, án vitundar eða samþykkis hans. Fréttablaðið vísar til siðareglna Lögmannafélagsins í þessu samhengi þar sem segir að lögmaður skuli aldrei láta óviðkomandi í té slík gögn nema að beiðni skjólstæðingsins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×