Jón Steinar sendir áfram gögn 25. september 2005 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson, þá hæstaréttarlögmaður, sendi Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, afrit af fjölmörgum gögnum er vörðuðu mál skjólstæðings síns, Jóns Geralds Sullenberger, án samþykkis eða vitundar hans. Gögnin vörðuðu mál Jóns Geralds gegn Baugi og sendi Jón Steinar þau til Styrmis eftir að Jón Steinar hafði formlega tekið að sér mál Jóns Geralds. Í siðareglum Lögmannafélags Íslands segir að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar eða lagaboðs láta óviðkomandi aðilum í té gögn sem lögmaður hafi fengið um skjólstæðing sinn nema að beiðni skjólstæðingsins. Um er að ræða tölvupósta sem innihéldu samskipti Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hjá Baugi og snerust um uppgjör á viðskiptum þeirra og greiðslur vegna bátsins Thee Viking. Samkvæmt tölvupóstum sem Fréttablaðið hefur undir höndum áframsendi Jón Gerald þessa tölvupósta til lögmanns síns hinn 20. júní 2002, um sex vikum áður en kæra hans gegn Baugi var lögð fram. Hinn 6. júlí áframsendi Jón Steinar tölvupóstana til ritstjóra Morgunblaðsins án nokkurra athugasemda af sinni hálfu. Jón Gerald segist aðspurður ekki kannast við að hafa veitt Jóni Steinari leyfi til að senda ritstjóra Morgunblaðsins afrit af gögnum í máli sínu, né að hann hafi vitað af því að lögmaður hans sendi gögn í málinu til þriðja aðila. "Ég treysti Jóni Steinari fullkomlega fyrir því að hann væri að vinna af heilum hug í mínu máli," segir Jón Gerald. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að leita réttar síns varðandi hugsanlegt brot Jóns Steinar á trúnaði við skjólstæðing. Jón Steinar var spurður um það hvort það væru eðlileg vinnubrögð lögmanna að senda gögn frá umbjóðanda sínum til þriðja aðila án vitundar eða leyfis skjólstæðings síns. "Ég hef ekki gert neitt í lögmannsstarfi mínu fyrir Jón Gerald nema með samþykki hans eða samkvæmt hans óskum," sagði Jón Steinar. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, þá hæstaréttarlögmaður, sendi Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, afrit af fjölmörgum gögnum er vörðuðu mál skjólstæðings síns, Jóns Geralds Sullenberger, án samþykkis eða vitundar hans. Gögnin vörðuðu mál Jóns Geralds gegn Baugi og sendi Jón Steinar þau til Styrmis eftir að Jón Steinar hafði formlega tekið að sér mál Jóns Geralds. Í siðareglum Lögmannafélags Íslands segir að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar eða lagaboðs láta óviðkomandi aðilum í té gögn sem lögmaður hafi fengið um skjólstæðing sinn nema að beiðni skjólstæðingsins. Um er að ræða tölvupósta sem innihéldu samskipti Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hjá Baugi og snerust um uppgjör á viðskiptum þeirra og greiðslur vegna bátsins Thee Viking. Samkvæmt tölvupóstum sem Fréttablaðið hefur undir höndum áframsendi Jón Gerald þessa tölvupósta til lögmanns síns hinn 20. júní 2002, um sex vikum áður en kæra hans gegn Baugi var lögð fram. Hinn 6. júlí áframsendi Jón Steinar tölvupóstana til ritstjóra Morgunblaðsins án nokkurra athugasemda af sinni hálfu. Jón Gerald segist aðspurður ekki kannast við að hafa veitt Jóni Steinari leyfi til að senda ritstjóra Morgunblaðsins afrit af gögnum í máli sínu, né að hann hafi vitað af því að lögmaður hans sendi gögn í málinu til þriðja aðila. "Ég treysti Jóni Steinari fullkomlega fyrir því að hann væri að vinna af heilum hug í mínu máli," segir Jón Gerald. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að leita réttar síns varðandi hugsanlegt brot Jóns Steinar á trúnaði við skjólstæðing. Jón Steinar var spurður um það hvort það væru eðlileg vinnubrögð lögmanna að senda gögn frá umbjóðanda sínum til þriðja aðila án vitundar eða leyfis skjólstæðings síns. "Ég hef ekki gert neitt í lögmannsstarfi mínu fyrir Jón Gerald nema með samþykki hans eða samkvæmt hans óskum," sagði Jón Steinar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira