Innlent

Allir sitji sem fastast

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar í pistli á heimasíðu sinni að hann sjái ekki nokkuð athugavert við aðkomu Styrmis Gunnarssonar að undirbúningi Baugsmálsins. Engin ástæða sé fyrir Styrmi, Björn sjálfan, eða nokkurn annan ef því er að skipta, til að segja sig frá störfum. Jóhannes Jónsson, einn eigenda Baugs, hefur höfðað til eigenda Morgunblaðsins að víkja Styrmi úr ritstjórastólnum í kjölfar birtingar Fréttablaðsins á tölvubréfum sem lýsa aðkomu hans að málinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×